Icelandic
Birt: 2020-02-27 19:06:56 CET
Brim hf.
Ársreikningur

Afkoma Brims hf. árið 2019

Fjórði ársfjórðungur

  • Rekstrartekjur samstæðunnar á fjórða ársfjórðungi 2019 voru 93,5 m€ á móti 61,5 m€ á fjórða ársfjórðungi 2018.
  • EBITDA nam 12,6 m€ á fjórða ársfjórðungi í ár, en nam 12,7 m€ á sama tímabili 2018.
  • Hagnaður á fjórða ársfjórðungi í ár var 5,5 m€  samanborið við 21,0 m€ árið áður.


Árið 2019

  • Rekstrartekjur ársins 2019 námu 271,2 m€, en voru 210,7 m€ árið 2018.
  • EBITDA ársins 2019 var 63,9 m€ (23,6%) en var 36,8 m€ (17,5%) árið áður.
  • Hagnaður ársins var 34,0 m€, en var 32,2 m€ árið áður.
  • Hagnaður á hlut var 0,019 en var 0,018 árið áður.


Rekstur ársins 2019

Rekstrartekjur Brims hf. árið 2019 námu 271,2 m€, samanborið við 210,7 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 63,9 m€ eða 23,6% af rekstrartekjum, en var 36,8 m€ eða 17,5% árið áður.  Fjármagnsgjöld voru 4,6 m€, en voru 4,0 m€ árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 1,6 m€ en áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 17,0 m€ árið áður, þar af var söluhagnaður að fjárhæð 14,9 m€ vegna sölu á laxeldisfélaginu Salmones Friousur S.A í Síle. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 43,4 m€, samanborið við hagnað að fjárhæð 43,1 m€ árið áður. Tekjuskattur að fjárhæð 9,5 m€ er reiknaður samkvæmt framtali í íslenskum krónum.  Hagnaður ársins varð því 34,0 m€ en var 32,2 m€  árið áður. 

Meðalfjöldi ársverka árið 2019 var 798 en var 773 árið 2018.  Laun og launatengd gjöld námu samtals 76,6 m€, samanborið við 70,8 m€ árið áður (10,5 milljarðar króna á meðalgengi ársins samanborið við 9,0 milljarða árið áður)

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 700,7 m€ árslok 2019. Þar af voru fastafjármunir 549,5 m€ og veltufjármunir 151,2 m€.  Eigið fé nam 317,4 m€ og var eiginfjárhlutfall 45,3%, en var 41,9% í lok árs 2018. Heildarskuldir félagsins í árslok 2019 voru 383,3 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 56,7 m€ árið 2019, en var 32,8 m€ árið áður.  Fjárfestingarhreyfingar voru jákvæðar um 27,1 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 68,6 m€.  Handbært fé hækkaði því um 15,2 m€ á tímabilinu og var í árslok 53,5 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2019 (1 evra = 136,92 ísk) verða tekjur 37,1 milljarður króna, EBITDA 8,8 milljarðar og hagnaður 4,7 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2019 (1 evra = 135,45 ísk) verða eignir samtals 94,9 milljarðar króna, skuldir 51,9 milljarðar og eigið fé 43,0 milljarðar.

Skipastóll og afli

Í skipastól félagsins á árinu voru átta skip.  Á árinu 2019 var afli skipa félagsins 51 þúsund tonn af botnfiski og 89 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Önnur mál

Þann 15. október var hlutafé félagsins hækkað um 133.751 þúsund krónur í tengslum við kaup félagsins á öllu hlutafé í sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi.  Félögin eru hluti af samstæðureikningsskilum á fjórða ársfjórðungi. 

Þann 12. desember var samþykktur á hluthafafundi samningur um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, Fiskvinnslunni Kambi hf. og útgerðarfélaginu Grábrók ehf.  Samanlagt kaupverð félaganna nemur um 22 millj. evra. Samningurinn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins en niðurstaða þess liggur enn ekki fyrir.

Brim hf. hefur stofnað dótturfélag á  Grænlandi sem er í  100% eigu Brims.  Stjórn Brims hf. hefur samþykkt að framselja skipasmíðasaming Brims hf. um nýsmíði frystitogara sem er í smíðum á Spáni yfir til þessa dótturfélags á Grænlandi.   Jafnframt var ákveðið að halda áfram viðræðum við Arctic Prime Fisheries ApS á Grænlandi um kaup APF á skipinu.

Aðalfundur

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn þriðjudaginn 31. mars í matsal félagsins við Norðurgarð í Reykjavík og hefst klukkan 17:00.

Tillaga stjórnar á aðalfundi um arðgreiðslu

Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019.  Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2019.  Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því  1. apríl 2020.

Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020.  Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.

Samþykkt ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 27. febrúar 2020.  Ársreikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards) og hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Kynningarfundur þann 28. febrúar 2020

Opinn kynningarfundur um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi verður haldinn föstudaginn 28. febrúar klukkan 8:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf.:

 „Afkoman á síðasta ári var viðunandi. Eins og oft áður voru skin og skúrir. Engin loðna veiddist og á haustmánuðum voru miklar brælur en sumarið var gott í bolfiski og makríl. Þá var gott ár í útgerð frystitogara. Það má segja að árangurinn sé ágætur þegar horft er um öxl á þetta fyrsta heila rekstrarár frá því að nýir aðilar komu að rekstri félagsins.

Brim er öflugt félag, með mikinn mannauð, sterka stöðu eiginfjár og kvóta.  Framleiðslutækin eru góð og fara batnandi með aukinni fjárfestingu í hátæknibúnaði.  Þá styrkti félagið stöðu sína á alþjóðlegum mörkuðum með kaupum á markaðs- og sölufélögum í Asíu.  Framtíðin hjá félaginu er því björt þó blikur séu á lofti með loðnuveiðar á þessu ári og vegna óvissu um áhrif COVID-19 veirunnar á markaði og heimsviðskipti.“


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000

Fjárhagsdagatal

Aðalfundur/Birting ársskýrslu 31. mars 2020
Arðgreiðsludagur                    30. apríl 2020
Fyrsti ársfjórðungur                20. maí 2020
Annar ársfjórðungur               20. ágúst 2020
Þriðji ársfjórðungur                 29. nóvember 2020
Fjórði ársfjórðungur                25. febrúar 2021

Viðhengi


Afkoma Brims hf 2019.pdf
Arsreikningur Brims 2019.pdf