English Icelandic
Birt: 2020-02-20 19:01:26 CET
Skel fjárfestingafélag hf.
Boðun hluthafafundar

Skeljungur hf.: Aðalfundur 5. mars 2020 - Endanlegar tillögur og dagskrá

Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn þann 5. mars 2020 kl. 16:00 í höfuðstöðvum Skeljungs, Borgartúni 26, 105 Reykjavík.


Meðfylgjandi er endanleg dagskrá aðalfundarins og þær tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Tillögurnar og dagskráin er efnislega óbreytt frá því boðað var til fundarins 13. febrúar fyrir utan minniháttar orðalagsbreytingar.
Upplýsingar um mikilvægar dagsetningar og fresti ásamt fundargögnum má finna á heimasíðu félagsins: https://www.skeljungur.is/hluthafafundur-2020


Minnt er á forskráningu en hluthöfum er boðið að forskrá sig og eftir atvikum umboðsmann sinn til kl. 14:00 á fundardegi með því að senda tölvupóst á netfangið fjarfestar@skeljungur.is. Skráning á aðalfundinn á fundarstað er frá kl. 15:30 á fundardegi.

Til upplýsingar þá hafa verið gerðar breytingar á stjórn dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn, og stjórnarmönnum fækkað úr fimm í þrjá.
Jens Meinhard Rasmussen og Ata Maria Bærentsen núverandi stjórnarmenn Skeljungs, sem gáfu ekki kost á sér til stjórnarsetu í Skeljungi fyrir aðalfund 2020, voru endurkjörin í stjórn P/F Magn. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, var einnig kjörinn í stjórnina.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is.

* * *
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi


Dagskra aalfundar 2020.pdf
Endanlegar tillogur til aalfundar 2020.pdf
Fundarbo til aalfundar Skeljungs 2020.pdf