English Icelandic
Birt: 2020-01-28 16:31:00 CET
Lánamál ríkisins
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 20 0715 - RIKV 20 1116 - RIKV 21 0115

Vegna gjalddaga á óverðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKB 20 0205 í febrúar verða þrír ríkisvíxlar boðnir til sölu í þessu útboði.

FlokkurRIKV 20 0715RIKV 20 1116RIKV 21 0115
ISINIS0000031623IS0000031789IS0000031797
Gjalddagi15.07.202016.11.202015.01.2021
Útboðsdagur30.01.202030.01.202030.01.2020
Uppgjörsdagur03.02.202003.02.202003.02.2020

Á útboðsdegi, á milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðsla fyrir ríkisvíxlana þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.