Icelandic
Birt: 2019-12-19 16:10:02 CET
Alma íbúðafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Almenna leigufélagið ehf.: Útgáfa nýs skuldabréfaflokks til endurfjármögnunar á lánssamningi

Tilkynning til kauphallar vegna útgáfu nýs skuldabréfaflokks til endurfjármögnunar á lánssamningi

Í tengslum við lánssamning dags 21. desember 2017 að höfuðstólsfjárhæð kr. 4.000.000.000 (hér eftir „lánssamningurinn“) hefur Global Macro Absolute Return Advantage Portfolio (hér eftir „GMARAP“) ákveðið að nýta heimild í lánssamningnum til að breyta útistandandi skuld samkvæmt lánssamningnum í skráð skuldabréf. Almenna leigufélagið hefur því gefið út skuldabréfaflokk með auðkennið AL260128, samkvæmt endanlegum skilmálum dags. 19. desember 2019, til endurfjármögnunar á lánssamningnum við GMARAP. Skuldabréfaflokkurinn að fjárhæð 4.540.000.000, er óverðtryggður á 6,65% föstum vöxtum, til 8 ára með einni greiðslu höfuðstóls á lokagjalddaga, þann 26. janúar 2028. Vextir greiðast árlega, í fyrsta skipti 26. janúar 2021. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi eins og fyrrgreindur lánssamningur. 

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður 31. desember 2019 og sótt verður um að skuldabréfaflokkurinn verði tekinn til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf., þann sama dag.

Skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim má nálgast á vefsíðu félagsins https://www.al.is/company/investors/bond-issuance/

Markaðir Landsbankans höfðu umsjón með útgáfu skuldabréfanna.

Viðhengi


2019-12-19 Endanlegir skilmalar AL260128.pdf