Icelandic
Birt: 2019-12-05 11:16:27 CET
Sýn hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Sýn hf.: Breytingar á skipuriti, framkvæmdastjórn og stjórn.

Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sýnar og hefur því sagt sig úr stjórn félagsins.  Þorvarður Sveinsson, rekstrarstjóri, hefur látið  af störfum hjá fyrirtækinu.

Skipuriti fyrirtækisins verður samhliða breytt og munu verkefni m.a. tengd ferlaumbótum og hugbúnaðargerð færast undir rekstrarsvið.

 „Um leið og ég þakka Þorvarði fyrir hans framlag til fyrirtækisins þá býð ég Yngva hjartanlega velkominn í framkvæmdastjórn.  Hann hefur setið í stjórn Sýnar og Vodafone síðan árið 2014.  Með þessum breytingum er skerpt á rekstri en ekki síður á stafrænni framþróun innan fyrirtækisins sem mun nýtast viðskiptavinum í framtíðinni.“ Segir Heiðar Guðjónsson forstjóri

Yngvi hefur reynslu af stjórnun og rekstri á Íslandi og á alþjóðavettvangi.  Hann starfaði frá byrjun árs 2018 sem meðeigandi hjá Alfa Framtak sem rekur framtakssjóðinn Umbreytingu. Frá árinu 2009 starfaði hann hjá Össur hf.  síðast sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, verkefnastofu og ferlaumbótasviðs.  Þar áður starfaði hann sem ráðgjafi og verkefnastjóri í innleiðingum viðskiptahugbúnaðar og sem sjóðssjóri erlendra hlutabréfa hjá Landsbankanum.
Yngvi mun hefja störf í byrjun janúar og tekur þá jafnframt sæti í framkvæmastjórn félagsins. 

Óli Rúnar Jónsson sem verið hefur varamaður í stjórn Sýnar kemur inn sem aðalmaður við brotthvarf Yngva Halldórssonar úr stjórn.  Óli Rúnar er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni og hefur setið í markaðsnefnd stjórnar.