Published: 2019-12-03 17:41:39 CET
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 050749

Eik fasteignafélag hf. hefur nú lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 050749. Skuldabréfin eru til 30 ára, með lokagjalddaga þann 5. júlí 2049, og bera fasta 3,077% verðtryggða vexti.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.300 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,07%. Heildarstærð flokksins verður því í kjölfar stækkunarinnar 6.000 milljónir króna að nafnverði.

Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokksins

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980