English Icelandic
Birt: 2019-11-18 16:16:41 CET
Síminn hf.
Boðun hluthafafundar

Síminn hf. – Framboð til stjórnar á hluthafafundi 21. nóvember 2019 og skýrsla tilnefninganefndar

Hluthafafundur Símans hf.  verður haldinn fimmtudaginn. 21. nóvember 2019 kl. 10.00 að Ármúla 25, Reykjavík.

Dagskrá

  1. Tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna, sbr. 1. mgr. 64. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
  2. Stjórnarkjör skv. grein 15.1 í samþykktum félagsins.
  3. Staðfesting á ákvörðun aðalfundar dags. 21. mars 2019 varðandi stjórnarkjör og breytingar á viðauka við samþykktir.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins er runninn út.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins:

  • Bertrand Kan
  • Bjarni Þorvarðarson
  • Helga Valfells
  • Jón Sigurðsson
  • Kolbeinn Árnason
  • Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í viðhengi og í skýrslu tilnefningarnefndar á heimasíðu félagsins.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn þess skipuð fimm einstaklingum og skal hlutfall hvors kyns innan stjórnar ekki vera lægra en 40%. Náist ekki fullnægjandi hlutföll mun þurfa að kjósa aftur.

Stjórn Símans hf. barst krafa um að beitt verði margfeldiskosningu við kjör stjórnar Símans hf. Krafan barst stjórn innan tilskilins frests og barst frá hluthöfum sem hafa yfir að ráða meira en 1/10 hlutafjárins, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 (hfl.). Margfeldiskosningu verður því beitt við stjórnarkjörið á fundinum.

Þar sem kjörtímabili stjórnar er ekki lokið fer stjórnarkjör ekki fram nema því aðeins að umboð núverandi stjórnar verði afturkallað. Á fundinum verður því fyrst kosið um hvort afturkalla eigi umboð stjórnarmanna. Verði það samþykkt verður ný stjórn kjörin skv. 2. lið dagskrár. Verði tillögunni hafnað fer stjórnarkjör ekki fram.

Viðhengi


Siminn hf. - Frambo til stjornar 21112019.pdf
Siminn hf. - Skyrsla tilnefningarnefndar - nov 2019.pdf