Icelandic
Birt: 2019-11-06 17:40:21 CET
Festi hf.
Reikningsskil

Festi hf.: Afkoma á 3. ársfjórðungi 2019

Helstu niðurstöður:

  • Fjölgun félaga í samstæðu skýrir að mestu hækkanir á tekjum og gjöldum á 3F 2019 í samanburði við 3F 2018 og gerir samanburð milli tímabila erfiðan en Hlekkur varð hluti af samstæðunni 1. september 2018
  • EBITDA nam 2.617 m.kr. á 3F 2019 samanborið við 1.621 m.kr. 3F 2018
  • Sala Krónunnar yfir áætlun á 3F 2019
  • Minni sala annarra vara en eldsneytis í N1 en gert hafði verði ráð fyrir á 3F 2019
  • Selt magn af bensíni og gasolíu minnkaði um 5,1% á milli 3F 2019 og 3F 2018
  • EBITDA fasteigna var 770 m.kr. á 3F 2019 og voru eignir 35.301 m.kr. í lok 3F 2019
  • Eigið fé var 28.057 m.kr. og eiginfjárhlutfall 33,9% í lok 3F 2019

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
„Við erum mjög ánægð með uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019 og gengur rekstur okkar vörumerkja vel og efnahagur Festi er sterkur. Nú er rúmlega ár síðan við tókum við ELKO, Krónunni og Bakkanum og mikil vinna hefur átt sér stað til að ná fram samþættingu í rekstri Festi og því kostnaðarhagræði sem stefnt var að við kaupin og hefur það gengið eftir. Nú þegar hagkerfið er að kólna eftir áfall í ferðaþjónustu í byrjun ársins þá skiptir miklu máli að vera með réttu vöruna og þjónustuna, þar stöndum við afar sterkt.“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi.,“

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.

Viðhengi


Festi hf. - Afkomutilkynning Q3 2019.pdf
Festi hf. - Arshlutareikningur Q3 2019.pdf
Festi hf. - Company announcement Q3 2019.pdf
Festi hf. - Interim Financial Statement Q3 2019.pdf