Icelandic
Birt: 2019-10-15 12:00:00 CEST
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Nasdaq skipar nýjan forstjóra Nasdaq Iceland

Reykjavík, þriðjudagur, 15. október, 2019 -- Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) tilkynnir að Magnús Harðarson hefur verið skipaður nýr forstjóri Nasdaq Iceland. Magnús mun hefja störf nú þegar.     

Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002 (þá Kauphöll Íslands), fyrst sem forstöðumaður viðskiptasviðs og síðar sem forstöðumaður sölu og þjónustu. Hann hefur að auki verið staðgengill forstjóra Nasdaq Iceland frá árinu 2011.

„Við þekkjum mjög vel til starfa Magnúsar enda höfum við fengið að njóta krafta hans í framkvæmdastjórn Nasdaq Iceland í mörg ár.“,  sagði Arminta Saladziene, Vice President, Head of Post Trade Securities Services hjá Nasdaq. „Magnús hefur gríðarlega mikla þekkingu á efnahagslegu umhverfi og reynslu  á fjármálamarkaði  sem er nauðsynlegt veganesti fram veginn, en hann hefur gegnt stóru hlutverki í uppbyggingu verðbréfamarkaðar á Íslandi. Við erum viss um að þekking hans og hugmyndir um áframhaldandi vöxt markaðarins eigi eftir að verða verðbréfamarkaði og atvinnulífi til góðs og hlökkum til að vinna með honum áfram í nýju starfi.“

Magnús er fæddur árið 1966. Áður en hann hóf störf hjá Nasdaq Iceland, þá Kauphöll Íslands, var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í þrjú ár og þar áður starfaði hann sem efnahagslegur ráðgjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University.

 

#

 

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 100 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 4,000 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 14 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI NASDAQ ICELAND
         Kristín Jóhannsdóttir
         Sími: 868 9836
         kristin.johannsdottir@nasdaq.com