English Icelandic
Birt: 2019-10-02 18:40:04 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Árlegt mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf Arion banka

Fjármálaeftirlitið (FME) leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP). Ferlið felur m.a. í sér mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem leiðir af sér viðbótareiginfjárkröfu undir Stoð II (e. Pillar II).

Niðurstaða þessa árlega ferlis fyrir Arion banka liggur nú fyrir. Bankinn skal viðhalda viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 3,1% af áhættugrunni, sem er hækkun um 0,2 prósentustig frá fyrra mati. Heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka, hækkar við það úr 19,8% í 20,0%.

Hækkun sveiflujöfnunarauka skv. ákvörðun FME í febrúar 2019 mun taka gildi fyrir íslenskar fjármálastofnanir í febrúar 2020 og við það hækkar eiginfjárkrafan í 20,3% að öðru óbreyttu.

Meðfylgjandi er gagnsæistilkynning FME.

Nánari upplýsingar veita Theodór Friðbertsson, forstöðumaður fjárfestatengsla, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s: 856 6760 og Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108

Viðhengi


Gagnsaei-SREP-AB-02102019.pdf