English Icelandic
Birt: 2019-09-19 16:33:16 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Innherjaupplýsingar

Skeljungur hf.: Samkeppniseftirlitið veitir undanþágu vegna framkvæmdar á samruna vegna kaupa Skeljungs hf. á öllu hlutafé í Basko ehf.

Skeljungur hf: Samkeppniseftirlitið veitir undanþágu vegna framkvæmdar á samruna vegna kaupa Skeljungs hf. á öllu hlutafé í Basko ehf.

Í dag, 19. september 2019, veitti Samkeppniseftirlitið undanþágu frá banni við framkvæmd samruna, vegna kaupa Skeljungs hf. á öllu hlutafé í Basko ehf., á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann, samkvæmt heimild í 4. mgr. 17. gr. a. samkeppnislaga

Í undanþágunni felst að heimilt er að framkvæma samrunann með þeim skilyrðum að:

  1. Ekki verði gripið til neinna ráðstafana, sem koma í veg fyrir að hægt verði að vinda ofan af samrunanum, verði það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins á síðari stigum að hann sé til þess fallinn að raska samkeppni.
  2. Að gripið verði til ráðstafana til að tryggja að viðkvæmar viðskiptaupplýsingar berist ekki á milli samrunaaðila. Unnið er að útfærslu þeirra ráðstafana í samstarfi við Samkeppniseftirlitið.

Eins og fram kom í tilkynningu félagsins þann 17. september sl. voru kaupin háð ýmsum fyrirvörum, þ.á m. samþykki eftirlitsins. Áfram er unnið að því að uppfylla aðra fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, í gegnum tölvupóstfangið fjarfestar@skeljungur.is