Icelandic
Birt: 2019-08-28 17:52:53 CEST
Landfestar ehf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Landfestar ehf.: Árshlutauppgjör fyrstu sex mánuði ársins 2019

•     Rekstrartekjur tímabilsins námu 1.403 m.kr.
•     Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 866 m.kr.
•     Heildarhagnaður ársins nam 734 m.kr.
•     Matsbreyting var jákvæð um 696 m.kr.
•     Bókfært virði fjárfestingareigna nam 29.092 m.kr.
•     Bókfært virði eigna til eigin nota nam 3.729 m.kr.
•     Vaxtaberandi skuldir námu 16.167 m.kr.
•     Handbært fé frá rekstri nam 586 m.kr.
•     Eiginfjárhlutfall nam 35,9%.
•     Hagnaður á hlut var 0,44 kr.

Árshlutareikningur Landfesta ehf. var samþykktur af stjórn félagsins í dag, 28. ágúst 2019. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa kannað reikninginn.

Rekstrartekjur ársins námu 1.403 m.kr. fyrstu sex mánuði ársins 2019 samanborið við 1.397 m.kr. fyrir sama tímabil árið 2018. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir fyrri hluta árs 2019 nam 866 m.kr. samanborið við 860 m.kr.á fyrstu sex mánuðum ársins 2018. Heildarhagnaður fyrstu sex mánuði ársins 2019 nam 734 m.kr. en hann var 538 m.kr. á sama tímabili árið 2018. Fjárfestingareignir námu 29.092 m.kr. þann 30. júní 2019 og eignir til eigin nota 3.729 m.kr. Handbært fé frá rekstri nam 86 m.kr. á fyrri hluta ársins 2019. Matsbreyting var jákvæð á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 og nam 696 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 16.167 m.kr. í lok júní 2019 samanborið við 15.983 m.kr. í árslok 2018. Eiginfjárhlutfall nam 35,9%. Þá var hagnaður á hlut 0,44 kr. á fyrstu sex mánuðum ársins 2019 og 0,32 kr. á sama tímabili árið 2018.

Landfestar er eitt af fimm dótturfélögum í samstæðu Eikar fasteignafélags hf. Fasteignir félagsins eru um 33 talsins, telja rúma 102 þúsund útleigufermetra, leigueiningar eru um 170 og fjöldi leigutaka er yfir 100. Helstu fasteignir félagsins eru Pósthússtræti 2, Borgartún 21, 21a og 26 og Álfheimar 74 (Nýi Glæsibær).

Landfestar ehf. gaf út skuldabréfaflokkinn LF 14 1 í júní 2014. Í desember 2014 var skuldabréfaflokkurinn skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Staðfesting endurskoðanda á útreikningum útgefanda LF 14 1 á skilmálum skuldabréfaflokksins eru meðfylgjandi tilkynningu þessari. Samkvæmt staðfestingu endurskoðanda stóðust allir skilmálar skuldabréfaflokksins LF 14 1 miðað við dagsetninguna 30.6.2019.

Sameining dótturfélaga

Félagið vinnur nú að því að sameina tvö dótturfélög Landfesta. Gert er ráð fyrir að samruninn muni ganga í gegn á næstu vikum. Samruninn miðast við 1. janúar 2019.

IFRS 16 Leigusamningar

Samstæða félagsins hefur innleitt reikningsskilastaðalinn IFRS 16. Innleiðing staðalsins hefur minni háttar áhrif á samstæðuna. Samkvæmt staðlinum ber félaginu að færa nýtingarrétt að fjárhæð 745 m.kr. vegna lóðarleigu við þriðja aðila sem leigueignir undir fjárfestingareignir samstæðunnar og á móti færist skuldbinding, leiguskuldir, undir skuldir samstæðunnar að sömu fjárhæð. Þá hefur staðallinn þau áhrif á rekstur félagsins að fjármagnsgjöld aukast um 37,5 m.kr. á ársgrundvelli en rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir eykst að sömu fjárhæð.

Fjárhagsdagatal 2019

Ársuppgjör Landfesta ehf. 2019 verður birt í viku 10, 2020.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2209 / 820-8980

Viðhengi


Landfestar samandregin arshlutareikningur samstunnar 30.06.2019.pdf
Stafesting a lanaskilmalum LF 14 1.pdf