Published: 2019-08-20 18:30:00 CEST
Vátryggingafélag Íslands hf.
Other information disclosed according to the rules of the Exchange

VÍS: Samsett hlutfall og ávöxtun fjáreigna í júlí 2019

Samsett hlutfall* var 106,6% í júlí en það var 83,5% í júlí 2018. Samsett hlutfall það sem af er ári er 100,3% og samsett hlutfall síðustu 12 mánaða er 98,8%.

Ávöxtun fjárfestingaeigna VÍS í júlí var 0,1% en ávöxtun frá áramótum er 8,3%.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum rúmlega 1,5 milljarð króna í tjónabætur** í júlí og hefur greitt viðskiptavinum rúmlega 9,7 milljarða króna í tjónabætur það sem af er ári.

„Hátt samsett hlutfall júlímánaðar skýrist fyrst og fremst af kostnaði vegna brunans í atvinnuhúsnæði að Fornubúðum í Hafnarfirði í lok mánaðarins en tjón félagsins er þó takmarkað vegna endurtryggingasamninga,“ segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.

*Samsett hlutfall er tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður af vátryggingahluta sem hlutfall af iðgjöldum.

**Hafa skal í huga að tjónakostnaður tryggingafélaga getur sveiflast mjög á milli mánaða.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Þorvaldsson samskiptastjóri í síma 660 5252.