Icelandic
Birt: 2019-07-15 10:00:00 CEST
Síminn hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Síminn hf. - Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í 28. viku 2019 keypti Síminn hf. 20.000.000 eigin hluti að kaupverði 91.040.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð (kr.)Eigin hlutir eftir viðskipti
8.7.201909:324.000.0004,5318.120.000241.319.193
9.7.201909:534.000.0004,5318.120.000245.319.193
10.7.201909:404.000.0004,5818.320.000249.319.193
11.7.201915:224.000.0004,5618.240.000253.319.193
12.7.201914:274.000.0004,5618.240.000257.319.193
  20.000.000 91.040.000 
       

 Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í  Kauphöll Íslands hf. þann 28. júní 2019. 

Síminn átti 237.319.193 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 257.319.193 eða sem nemur 2,78% af útgefnum hlutum í félaginu.

Síminn hefur keypt samtals 40.000.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,43% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 181.460.000 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 1.310 milljónum króna. Áætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins árið 2020, en þó aldrei lengur en til 21. mars 2020 eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Endurkaupáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Nína Benediktsdóttir fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is