Icelandic
Birt: 2019-06-27 12:55:09 CEST
Hagar hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Á aðalfundi Haga hf. sem haldinn var þann 7. júní 2019 var samþykkt að heimila félaginu að kaupa á næstu 18 mánuðum hlutabréf í félaginu fyrir allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli sömu ákvæða.

Stjórn Haga hf. hefur á grundvelli fyrrgreindrar samþykktar tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlunin mun hefjast þann 28. júní nk. Endurkaupin munu að hámarki nema 121.333.384 hlutum eða 10% af útgefnum hlutum í félaginu, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 500 milljónir króna. Félagið á í dag enga eigin hluti. Áætlunin er í gildi til 9. júní 2020, eða fram að aðalfundi félagsins 2020, hvort sem fyrr verður, nema ef skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í höndum Arctica Finance hf. og verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 732.995 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Nasdaq Iceland í maí 2019. Endurgjald fyrir keypta hluti skal vera jafnt hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í hlutabréf félagsins sem liggur inni í Kauphöllinni þegar kauptilboðið er sett fram.

Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Haga hf., í síma 530-5500.