Published: 2019-06-04 11:33:59 CEST
Almenna leigufélagið ehf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Almenna leigufélagið ehf.: Útboð á skuldabréfum 19. júní 2019

Almenna leigufélagið ehf. efnir til útboðs á skuldabréfum miðvikudaginn 19. júní næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokkunum AL231124 og AL260148.

Skuldabréfaflokkarnir AL260148 og AL231124 eru gefnir út undir útgáfuramma félagsins og eru veðtryggðir samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi. Skuldabréfaflokkurinn AL260148 er verðtryggður, til 30 ára, með jöfnum greiðslum og föstum 3,50% ársvöxtum. Áður hafa verið gefin út skuldabréf í AL260148 að nafnvirði 10.180.000.000 kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skuldabréfaflokkurinn AL231124 ber 3,30% fasta vexti og er verðtryggður til 6 ára, en endurgreiðsluferli afborgana fylgir 25 ára jafngreiðsluferli. Áður hafa verið gefin út skuldabréf í AL231124 að nafnvirði 1.080.000.000 kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið í hverjum flokki. Almenna leigufélagið áskilur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður miðvikudaginn 26. júní 2019.

Tilgangur útgáfunnar er endurfjármögnun á núverandi skuldum félagsins.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 19. júní 2019 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. d-lið, 1 tl., 1. mgr., 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim má nálgast á vefsíðu félagsins, www.al.is/#!/investors/bond-issuance. Tilkynningar sem Almenna leigufélagið ehf. hefur birt í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is

Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 og í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: verdbrefamidlun@landsbankinn.is