Published: 2019-05-22 17:56:24 CEST
Heimavellir hf.
Other information disclosed according to the rules of the Exchange

Heimavellir hf. - Niðurfelling á valfrjálsu tilboði AU 3 ehf.

Heimavölum barst í dag neðangreind tilkynning frá AU 3 ehf.:

Heimavellir-valfrjálst tilboð.

Þann 15. mars 2019 gerði AU 3 ehf. valfrjálst tilboð í allt að 27% hlutafjár Heimavalla í þeim tilgangi að styðja við beiðni um afskráningu hlutabréfa félagsins. Tilboðið var með þeim fyrirvara að beiðni Heimavalla hf. um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland hf. yrði samþykkt og kæmi til framkvæmda sama dag og tilboðsfrestur rynni út. Upphaflegur tilboðsfrestur var 6. maí 2019.

Þann 17. apríl 2019 tilkynnti NASDAQ Iceland hf. opinberlega að kauphöllin hefði tekið ákvörðun um að hafna beiðni Heimavalla hf. um að taka hlutbréf félagsins úr viðskiptum.

Í ljósi ákvörðunar NASDAQ Iceland hf. var ákveðið að framlengja gildistíma tilboðsins til kl. 16 þann 24. maí 2019, til þess að skoða viðbrögð við þeirri stöðu sem ákvörðun NASDAQ Iceland hf.  leiddi til.

Nú liggur fyrir að forsendur eru ekki til þess að falla frá þeim skilyrðum sem sett voru í tilboðinu, þannig mun ekki verða af því að AU 3 ehf. eignist hlutabréf á grundvelli tilboðsins.

Reykjavík, 22. maí 2019.


Frekari upplýsingar veitir Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri s: 860-5300