English Icelandic
Birt: 2019-05-17 07:10:11 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Boðun hluthafafundar

Skeljungur hf.: Lokatillaga tilnefningarnefndar Skeljungs hf. til hluthafafundar 27. maí 2019

Lokatillaga tilnefningarnefndar Skeljungs til hluthafafundar, sem haldinn verður þann 27. maí 2019, er að eftirfarandi frambjóðendur verði kjörnir í stjórn félagsins:

  1. Ata Maria Bærentsen
  2. Baldur Már Helgason
  3. Birna Ósk Einarsdóttir
  4. Jens Meinhard Rasmussen
  5. Jón Ásgeir Jóhannesson

Meðfylgjandi er uppfærð skýrsla nefndarinnar.

Framboð til stjórnar Skeljungs þurfa að berast fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 22. maí 2019, á tölvupóstfangið tilnefningarnefnd@skeljungur.is eða á skrifstofu Skeljungs að Borgartúni 26, Reykjavík. Notast skal við það framboðseyðublað er finna má á vefsíðu félagsins. Vinsamlegast athugið að tilnefningarnefnd getur ekki metið frekari framboð og er framangreind tillaga því lokatillaga nefndarinnar. Upplýsingar um frambjóðendur verða birtar á vefsíðu félagsins eigi síðar en tveimur dögum fyrir fundinn.

 

*          *          *

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

Viðhengi


Lokaskyrsla tilnefninganefndar Skeljungs - mai 2019.pdf