English Icelandic
Birt: 2019-04-23 20:36:44 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Boðun hluthafafundar

Skeljungur hf.: Beiðni um hluthafafund

Stjórn Skeljungs hf. barst í dag erindi frá 365 miðlum hf., sem fer með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Skeljungi hf. að nafnverði kr. 215.500.000, sem er 10,01% af heildarhlutafé Skeljungs hf. Í bréfinu er farið fram á að boðað verði til hluthafafundar, þar sem stjórnarkjör verði sett á dagskrá. Telur félagið að vegna talsverðra breytinga sem orðið hafa í hluthafahópi félagsins nýverið sé rétt að umboð stjórnar verði endurnýjað.

Í 85. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995 og 1. mgr. 14. gr. samþykkta Skeljungs kemur fram að boða skuli til hluthafafundar ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 5% hlutafjárins, krefjast þess skriflega og greina um ástæður þess. Samkvæmt sömu greinum hefur stjórn 14 daga til að senda út fundarboð.
Stjórn félagsins mun nú undirbúa boðun hluthafafundar.

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.


*          *          *

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/