Published: 2019-04-22 23:39:11 CEST
Eimskipafélag Íslands hf.
Boðun hluthafafundar

EIM: Frambjóðendur til stjórnar á framhaldsaðalfundi

Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem kosnir verða á framhaldsaðalfundinum 26. apríl 2019, m.v.t. 4. mgr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995.

Þær breytingar hafa orðið að Vilhjálmur Vilhjálmsson hefur dregið framboð sitt til stjórnar tilbaka, en býður sig þess í stað fram til setu í varastjórn félagsins. Phil Quinlan hefur dregið framboð sitt til varastjórnar tilbaka. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn. Þar sem frambjóðendur til stjórnar eru fimm og samsetning fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll verður sjálfkjörið í stjórn.

Í framboði til varastjórnar eru: Erna Eiríksdóttir, Jóhanna á Bergi og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur tvo í varastjórn. Þar sem þrjú eru í framboði til varastjórnar verður kosið til hennar á fundinum.

Upplýsingar um frambjóðendur er að finna á vefsíðu félagsins: www.eimskip.com/investors/agm

Framhaldsaðalfundur Eimskipafélags Íslands hf. verður haldinn föstudaginn 26. apríl 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2, Reykjavík og hefst kl. 16:00.