Icelandic
Birt: 2019-03-19 14:59:16 CET
Síminn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Síminn hf. - Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félaginu í óhag

Héraðsdómur Reykjavíkur komast að þeirri niðurstöðu að Símanum bæri að greiða TSC ehf. bætur. Málið má rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2009, vegna atvika sem áttu sér stað árið 2005 og er málið því vel komið til ára sinna. Taldi Héraðsdómur að Síminn hefði bakað TSC tjón með því að innheimta ekki sérstakt gjald fyrir aðgang að sjónvarpsstöðinni Skjá Einum sem var í opinni dagskrá og gerði Símanum að greiða TSC ehf. 50 milljónir króna að viðbættum vöxtum, kostnaði og dráttarvöxtum. Upphafleg stefnufjárhæð var 108 milljónir króna að viðbætum kostnaði, vöxtum og dráttarvöxtum. Dómkvaddir yfirmatsmenn töldu að hámark skaðabóta væri að fjárhæð kr. 24.574.099.

Síminn mun yfirfara forsendur dómsins og meta hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar.

Ofangreint mál er eitt af þeim sem að félagið stendur í málarekstri vegna, eins og fram kemur í skýringu 26 með ársreikningi samstæðu Símans hf. fyrir árið 2018.