English Icelandic
Birt: 2019-03-15 22:06:33 CET
Arion banki hf.
Innherjaupplýsingar

Tillaga tilnefningarnefndar og framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar Arion banka

Aðalfundur Arion banka, verður haldinn í höfuðstöðvum bankans að Borgartúni 19, 105 Reykjavík, þann 20. mars 2019, kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins er m.a. kosning stjórnar en frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út þann 15. mars 2019 kl. 16:00. Einnig verður kosið um tvö sæti í tilnefningarnefnd bankans.

Eva Cederbalk, stjórnarformaður, og Måns Höglund gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Eftirfarandi aðilar hafa boðið sig fram til stjórnar Arion banka og leggur tilnefningarnefnd til að þeir verði kjörnir í stjórn bankans:

Benedikt Gíslason
Brynjólfur Bjarnason
Herdís Dröfn Fjeldsted
Liv Fiksdahl
Paul Richard Horner
Renier Lemmens
Steinunn Kristín Þórðardóttir

Varamenn:
Ólafur Örn Svansson
Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir
Þröstur Ríkharðsson

Samkvæmt samþykktum Arion banka skal stjórn bankans skipuð fimm til átta einstaklingum. Tilnefningarnefnd hefur farið yfir þau framboð sem bárust og metið hæði allra frambjóðenda. Þá leggur nefndin til að Brynjólfur Bjarnason verði kjörinn formaður stjórnar og Herdís Dröfn Fjeldsted verði kjörin varaformaður. Skýrsla tilnefningarnefndar er meðfylgjandi og upplýsingar um frambjóðendur verður að finna á vef bankans eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 18. mars nk.

Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér til setu í tilnefningarnefnd Arion banka:

Christopher Felix Johannes Guth
Sam Taylor

Stjórn Arion banka mun meta hæði frambjóðenda til tilnefningarnefndar. Niðurstaða þess mats sem og nánari upplýsingar um frambjóðendur verður birt á vef bankans eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 18. mars nk.

Eva Cederbalk, formaður stjórnar Arion banka:
„Þegar ég tók sæti í stjórn bankans þá var eitt helsta verkefnið framundan að skrá bankann á markað. Því verki lauk farsællega síðastliðið sumar þegar bankinn var skráður í kauphöll bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Ég er stolt af því að hafa verið þátttakandi í þeirri mikilvægu vegferð. Um flókið og krefjandi verkefni var að ræða sem krafðist mikils af öllum sem að komu, stjórn og stjórnendum bankans. Með þetta í huga, en einnig sökum anna vegna annarra starfa og ferðalaga sem þeim fylgja sem og persónulegra aðstæðna, tók ég þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu og formennsku í stjórn Arion banka og upplýsti tilnefningarnefnd um hana.“

Nánari upplýsingar um aðalfund Arion banka hf. má nálgast á vef bankans og hjá Sture Stölen, forstöðumaðnni fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is og Theódóri Friðbertssyni, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.

Viðhengi


Proposal of the Nomination Committee_final 15 March 2019.pdf