Published: 2019-03-15 20:35:31 CET
Eimskipafélag Íslands hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Fréttatilkynning frá Eimskip

Í desember 2017 úrskurðaði Ríkisskattstjóri að Eimskipafélag Íslands hf. skyldi greiða skatta af starfsemi í erlendum dótturfélögum, sbr. skýringu 24 í ársreikningi félagsins fyrir árið 2018. Félagið kærði úrskurð Ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar og í dag barst úrskurður nefndarinnar í málinu en samkvæmt honum er kröfum félagsins hafnað.

Með vísan til áður birtra upplýsinga eru áætluð áhrif til gjaldfærslu skatta í rekstrarreikningi fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2019 3,4 milljónir evra, en að teknu tilliti til nýtingar á yfirfæranlegu tapi eru greiðsluáhrif áætluð 500 þúsund evrur.

Eimskip, sem rekstraraðili kaupskipa í alþjóðlegri samkeppni, er ósammála þessari niðurstöðu yfirskattanefndar og mun í framhaldinu meta stöðu sína varðandi þennan úrskurð.