Published: 2019-03-14 19:51:33 CET
Heimavellir hf.
Boðun hluthafafundar

Heimavellir hf.: Niðurstöður aðalfundar 2019

  

Fimmtudaginn 14. mars 2019 var aðalfundur Heimavalla hf. haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hófst kl. 15:00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins: https://www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur


 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
  Stjórnarformaður flutti skýrslu stjórnar fyrir aðalfundinum.
 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til samþykktar.
  Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2018.
 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á næstliðnu reikningsári.
  Tillaga stjórnar um að enginn arður verði greiddur fyrir starfsárið 2019 var samþykkt.
 4. Tillaga um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland, sbr. erindi sem barst stjórn félagsins þann 1. febrúar 2019.
  Aðalfundurinn samþykkti tillöguna með meirihluta atkvæða.
 5. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar.
  Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins, en starfskjarastefnuna má finna í tillöguyfirlitinu fyrir aðalfund á ofangreindri vefsíðu félagsins.
 6. Stjórnarkjör.
  Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn:
  Árni Jón Pálsson
  Erlendur Magnússon
  Halldór Kristjánsson
  Hildur Árnadóttir
  Rannveig Eir Einarsdóttir
 7. Kosning endurskoðanda.
  Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf. yrði endurskoðunarfélag félagsins.
 8. Tillaga um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar fyrir komandi starfsár. 
  Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um þóknun stjórnarmanna og undirnefnda, en tillögu stjórnar má finna í tillöguyfirlitinu fyrir aðalfund á ofangreindri vefsíðu félagsins.
 9. Heimild stjórnar til að kaupa eigin hluti í félaginu í því skyni að setja upp formlega endurkaupaáætlun. Heimild stjórnar skal gilda í 18 mánuði og takmarkast við 10% af hlutafé félagsins.
  Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um heimild til kaupa á eigin bréfum
 10. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin
  Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl:17:13