Icelandic
Birt: 2019-03-11 17:33:35 CET
Heimstaden hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Heimavellir hf.: VALFRJÁLST TILBOÐ AU 3 EHF. TIL HLUTHAFA HEIMAVALLA HF.

Þann 1. febrúar 2019 tilkynnti félagið Heimavellir hf. kt. 440315-1190, Lágmúla 6, 108 Reykjavík, að félaginu hefði borist með bréfi beiðni um hluthafafund í félaginu frá þremur hluthöfum félagsins, Snæbóli ehf., Gana ehf. og Klasa ehf., sem samtals eiga 18,93% hlutafjár í Heimavöllum. Í bréfinu var þess óskað að sett yrði fram á hluthafafundi tillaga um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum hjá NASDAQ Iceland hf. Í bréfinu var tilgreind ástæða fyrir beiðninni, að það væri mat hluthafanna að taka hlutabréfanna til viðskipta hjá NASDAQ Iceland hf. hafi ekki skilað væntum ávinningi fyrir hluthafa og félagið.

Jafnframt var upplýst í bréfinu að samhliða beiðninni um afskráningu yrði lagt fram valfrjálst tilboð í samræmi við ákvæði X. kafla laga um verðbréfaviðskipti og að Sigla ehf. og félag í stýringu Alfa Framtaks ehf. myndu fjármagna tilboðið. Síðan hafa fleiri aðilar komið að borðinu sem fjármögnunaraðilar, eins og nánar er gert grein fyrir hér að neðan.

Meðfylgjandi er hið valkvæða tilboð AU 3 ehf. í samræmi við ofangreindar upplýsingar og Heimavöllum hf. barst í dag eftir lokun markaða.

Viðhengi


Heimavellir - Opinbert Tilbosyfirlit.pdf