Icelandic
Birt: 2019-02-15 13:55:01 CET
Reginn hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Reginn hf.: Nýr framkvæmdastjóri viðskipta


Baldur Már Helgason hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri viðskipta hjá félaginu.

Um er að ræða nýja stöðu hjá Reginn. Helstu verkefni sem falla undir þessa stöðu eru:

  • Taka þátt í að móta, samræma og framkvæma viðskiptastefnu félagsins. Leiða teymisvinnu við nýfjárfestingar og umbreytingar á núverandi eignasafni.
  • Stýra samþættingu rekstrareininga sem snúa að viðskiptatækifærum þ.m.t. að leiða útleiguteymi félagsins.
  • Hafa yfirumsjón með lánamálum, fjármögnun og endurfjármögnun félagsins og viðeigandi samskiptum við fjárfesta og fjármálastofnanir.

Baldur Már er véla- og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Baldur var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingafélags þar sem hann bar ábyrgð á fjárfestingum og eignasafni félagsins auk þess að koma með margvíslegum hætti að rekstri dótturfélaga. Baldur hafði áður starfað í fjármálageiranum í um 16 ára skeið, m.a. sem fjárfestingastjóri á framtakssjóðasviði Virðingar frá árinu 2009 til ársloka 2016 þar sem Baldur bar ábyrgð á fjárfestingum og sölu á fyrirtækjum, samskiptum við fagfjárfesta og eftirfylgni fjárfestinga með stjórnarsetu í fjölda félaga. Þar áður starfaði hann sem fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka á árunum 2000-2009, þar af í þrjú ár á skrifstofum bankans í Kaupmannahöfn og New York. Alls hefur Baldur setið í stjórnum og verið áheyrnarfulltrúi hjá á fjórða tug félaga, hér á landi og erlendis, og er í dag m.a. stjórnarmaður hjá Skeljungi.     

Framkvæmdastjóri viðskipta heyrir beint undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Baldur hóf störf hjá Reginn í dag.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262