Icelandic
Birt: 2019-02-14 18:48:22 CET
Heimstaden hf.
Reikningsskil

Heimavellir hf.: Birting ársreiknings fyrir árið 2018

Heimavellir hf.: Batnandi rekstur á árinu 2018.

  • Leigutekjur á árinu 2018 námu 3.685 milljónir króna (2017: 3.096 milljónir króna) sem er 19% vöxtur frá fyrra ári.
  • Heildarfjöldi íbúða í árslok 2018 voru 1892 sem er fækkun um 76 íbúðir frá fyrra ári eða 4%.
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og söluhagnað nam 2.250 milljónir króna eða 61% af veltu (2017: 1.622 milljónir króna og 52% af veltu).
  • Félagið seldi eignir fyrir 6,2 milljarða króna á árinu og var söluhagnaður vegna þeirra 496 milljónir króna eða 8% af bókvirði eigna.
  • Matsbreyting eignasafnins nam 111 milljónum króna á árinu 2018 í samanburði 3.688 milljónir króna árið 2017. Það ár kom mikið af nýjum eignum í reksturinn sem svo aftur bætir hann verulega á árinu 2018.
  • Hrein fjármagnsgjöld eru 2.798 milljónir króna en þar af eru verðbætur 863 milljónir króna og hækka nokkuð milli ára.
  • Rekstrarhagnaður félagsins á árinu 2018 tekur mið af ofangreindu og var 48 milljónir króna í samanburði við 2.716 milljónir króna árið á undan.
  • Virði fjárfestingareigna í árslok 2018 var 53.142 milljónir króna.
  • Eigið fé var 18.796 milljónir króna í árslok 2018 (2017: 17.587 milljónir króna) og var eiginfjárhlutfall félagsins 33%. Innra virði hlutafjár í árslok eru 1,67 kr pr hlut.
  • Vaxtaberandi skuldir voru 34.701 milljónir króna í lok árs 2018 (2017: 34.938 milljónir króna).
  • Félagið hefur tryggt sér kaup á um 200 íbúðum sem verða afhentar á árinu 2019 og 2020 og er auk þess í viðræðum við Reykjavíkurborg um lóðarvilyrði vegna 100 smáíbúða á Veðurstofuhæðinni.

Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri:

„Við erum að sjá miklar og góðar breytingar á rekstri félagsins á árinu 2018. Tekjur félagsins vaxa um 19% á milli á ára á sama tíma og fjöldi íbúða í rekstri fækkar nokkuð. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu er rúmlega 61% á árinu 2018 í samanburði við 52% árið 2017. Ef sérstaklega er horft til síðari árshelmings síðasta árs er þetta hlutfall  64,4% en áætlanir félagsins fyrir árið 2019 gera ráð fyrir að hlutfallið verði 64-65%.

Félagið gaf út skuldabréf fyrir 6,2 milljarða króna á síðasta ári og núna í janúar sl. var svo bætt við 2 milljörðum til viðbótar.  Á síðustu 12 mánuðum hefur félagið gefið út skráð skuldabréf fyrir 8,2 milljarða króna.

Endurskipulagning á eignasafni félagsins hefur gengið töluvert betur en við gerðum ráð fyrir í upphafi síðasta árs. Samtals seldi félagið 210 íbúðir fyrir 6,2 milljarða króna og það sem af er árinu 2019 er félagið búið að samþykkja kauptilboð og selja fasteignir fyrir 2,8 milljarða króna. Þessi eignasala mun skila félaginu sterkri lausafjárstöðu þegar líður á árið 2019.

Eins og áður hefur verið tilkynnt læt ég af störfum í lok mars mars næstkomandi. Ég vil því nota þetta tækifæri til að þakka samstarfsfólki mínu fyrir frábært samstarf á liðnum árum sem og uppbyggjandi og gott samstarf við stjórn, hluthafa og síðast en ekki síst viðskiptavini félagsins.“

Kynningarfundur:

Opinn kynningarfundur verður haldinn á morgun, föstudag 15. febrúar 2019 kl 08:30 til 09:15 á Hilton Reykjavík Nordica (2. hæð). Guðbrandur Sigurðsson og Arnar Gauti Reynisson fjármálastjóri Heimavalla, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu.

Ensk þýðing á ársreikningi Heimavalla hf. verður birt í fréttakerfi Kauphallarinnar á næstu dögum.

Frekari upplýsingar veitir:

Guðbrandur Sigurðsson
Framkvæmdastjóri

gudbrandur@heimavellir.is
S 517 3440 og 896 0122


Viðhengi:

Heimavellir hf. ársreikningur 2018

Heimavellir uppgjörskynning

Viðhengi


Heimavellir hf. arsreikningur 2018 final.pdf
Uppgjorskynning-2018-V4.pdf