Icelandic
Birt: 2018-12-20 16:30:00 CET
Vátryggingafélag Íslands hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

VÍS: Samsett hlutfall í nóvember

Samsett hlutfall í nóvember var 112,0% en það var 104,6% í nóvember í fyrra. Samsett hlutfall það sem af er ári er 99,6% og samsett hlutfall síðustu 12 mánaða er 98,6%.

Nafnhækkun fjárfestingaeigna var 1,6% í nóvember en nafnhækkun frá áramótum er 7,5%.

VÍS greiddi viðskiptavinum sínum tæplega 1,6 milljarð króna í tjónabætur í nóvember og hefur greitt viðskiptavinum sínum um 14,7 milljarða í tjónabætur það sem af er ári.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS: Líkt og í október sjáum við mikinn tjónaþunga þvert á greinar, sérstaklega í húseigna- ökutækja og slysatryggingum. Á móti kemur er afkoma af fjárfestingum vel ásættanleg og horfur til þess að afkoma af þeim verði yfir væntingum fyrir árið. Af þeim sökum höfum við enn væntingar um að ná þeim afkomumarkmiðum sem fram komu í afkomuspá sem við gáfum frá okkur samhliða uppgjöri þriðja ársfjórðungs.

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105.