Icelandic
Birt: 2018-11-23 10:38:58 CET
Síminn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Síminn hf. - Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar Símann

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Símann hf. af skaðabótakröfu Sýnar hf. vegna verðlagningar á símtölum inn í farsímakerfi Símans á árunum 2001-2007. Einnig sýknaði Héraðsdómur Sýn hf. af skaðabótakröfu Símans hf. vegna verðlagningar Sýnar hf. á sama tímabili.

Málið má rekja til verðlagningar á svokölluðum lúkningargjöldum í farsímaneti en um er að ræða gjald sem farsímafyrirtæki innheimta hvort af öðru þegar viðskiptavinir þeirra hringja í viðskiptavini í öðru farsímakerfi. Þessi gjöld hafa verið ákveðin af Póst- og fjarskiptastofnun í fjölda ára og voru hámark þeirra ákveðin af stofnuninni þann tíma sem skaðabótakröfurnar taka til.

Ofangreint mál er eitt af þeim sem að félagið stendur í málarekstri vegna, eins og fram kemur í skýringu 16 með árshlutareikningi samstæðu Símans hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans hf. sími: 550-6003