Icelandic
Birt: 2018-09-21 13:21:12 CEST
Reginn hf.
Heildarfjöldi atkvæða og heildarfjöldi hluta

Reginn hf.: Kaup Regins á HTO ehf. og FAST-2 ehf. gengin í gegn og afhending farið fram


Þann 18. maí 2018 var undirritaður kaupsamningur milli Regins hf. og FAST-1 slhf. um kaup Regins á öllu hlutafé dótturfélaga FAST-1, HTO ehf. og FAST-2 ehf. Í dag hefur skilyrðum kaupsamningsins verið fullnægt með greiðslu og afhendingu.

Heildarvirði hins keypta var samtals 22.717 m.kr. og var að fullu fjármagnað með útgáfu á nýju hlutafé í Regin að nafnverði 220.532.319, reiðufé og yfirtöku áhvílandi skulda. Endanlegt uppgjör verður 1. nóvember nk.

Félagið hefur hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september sl. tryggði félagið sér 17.180 m.kr, fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verður veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október nk.

Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Hér að neðan er listi yfir 20 stærstu hluthafa félagsins eftir útgáfu nýrra hluta.

Nr. NafnHlutir %
1FAST-1 slhf.220.532.319,0012,08%
2Lífeyrissjóður verslunarmanna205.388.362,0011,25%
3Gildi - lífeyrissjóður114.180.738,006,25%
4Sigla ehf.100.000.000,005,48%
5Birta lífeyrissjóður82.886.062,004,54%
6Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deil75.600.000,004,14%
7Stapi lífeyrissjóður72.135.266,003,95%
8Landsbankinn hf.64.766.600,003,55%
9Global Macro Absolute Return A59.562.638,003,26%
10Brimgarðar ehf.54.200.000,002,97%
11Söfnunarsjóður lífeyrisréttind49.744.122,002,72%
12Lífsverk lífeyrissjóður48.349.808,002,65%
13Frjálsi lífeyrissjóðurinn46.013.992,002,52%
14Sjóvá-Almennar tryggingar hf.33.437.221,001,83%
15Arion banki hf.31.150.833,001,71%
16Global Macro Portfolio29.010.300,001,59%
17Stefnir -  Samval28.718.539,001,57%
18Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deil27.940.500,001,53%
19Benedikt Rúnar Steingrímsson25.205.818,001,38%
20Fagfjárfestasjóðurinn IHF24.519.566,001,34%
20 stærstu hluthafar í Reginn samtals1.393.342.684,0076,30%
Aðrir hluthafar432.901.272,0023,70%
Samtals  1.826.243.956,00100,00%

Stærstu eignir félaganna eru Katrínartún 2 (turninn Höfðatorgi) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Eignirnar eru í 98% útleigu til traustra leigutaka en 57% af leigutekjum félaganna koma frá opinberum aðilum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri.

Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðar.

Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

S: 512 8900 / 899 6262

Viðhengi


Reginn hf. - Glrur me frettatilkynningu - FAST-1.pdf