Icelandic
Birt: 2018-09-12 21:39:55 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf. - Niðurstaða skuldabréfaútboðs Regins hf.


Reginn hf. lauk í dag lokuðu útboði á nýjum skuldabréfaflokki félagsins, REGINN250948 sem gefinn verður út undir útgáfuramma félagsins.

Seld voru skuldabréf fyrir 17.180 m.kr, skuldabréfin bera 3,6% fasta verðtryggða vexti, eru til 30 ára og voru seld á pari. Flokkurinn verður veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október nk.

Þann 18. maí 2018 var undirritaður kaupsamningur á milli Regins hf. og FAST-1 slhf. um kaup Regins á öllu hlutafé dótturfélaga FAST-1 slhf., HTO ehf. og FAST-2 ehf. Kaupsamningurinn var m.a. gerður með fyrirvara um endanlega fjármögnun kaupanda og er sá fyrirvari nú frá. Í framhaldi er áfram unnið að lokafrágangi kaupanna m.a. með skráningu nýs hlutafjárs í Reginn hf. sem nýtt verður sem greiðsla fyrir hin keyptu félög. Gert er ráð fyrir að félögin verði afhent Regin 21. september nk.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hafði umsjón með sölunni og mun hafa umsjón með fyrirhugaðri skráningu.



Nánari upplýsingar veita:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins – helgi@reginn.is – s: 512 8900 / 899 6262

Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri Regins – johann@reginn.is – s: 528 8005 / 859 9800

Svana Huld Linnet – Sérfræðingur hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka - svana.huld.linnet@arionbanki.is - s: 444 6770 / 856 6770