English Icelandic
Birt: 2018-08-28 17:54:20 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Skeljungur hf.: Árshlutauppgjör – annar ársfjórðungur 2018

Horfur fyrir árið 2018 eru góðar.

Helstu niðurstöður annars ársfjórðungs 2018

  • Hagnaður á hlut var 0,21 en var 0,22 á sama tímabili í fyrra.
  • Afkoma það sem af er ári betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  • Bætt afkoma helgast af betri afkomu af eldsneytissölu. Meiri sala var á flugeldsneyti og á eldsneyti til erlendra skipa en gert hafði verið ráð fyrir.
  • Framlegð nam 1.979 m.kr. og hækkar um 1,7% frá öðrum ársfjórðungi 2017.
  • Rekstrarkostnaður lækkar um 32 m.kr. milli ára eða um 2,9%.
  • EBITDA nam 907 m.kr. sem er 3,51% aukning frá sama tímabili ársins 2017.
  • EBITDA framlegð var 45,8% miðað við 45,0% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður eftir skatta nam 435 m.kr. samanborið við 473 m.kr. sem er 7,9% minnkun á milli ára.
  • Eigið fé þann 30.6. nam 8.093 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 35,3% í lok tímabilsins.

 

Félagið áætlar að EBITDA ársins 2018 verði á bilinu 3.100-3.300 m.kr. og að fjárfestingar liggi á bilinu 750-850 m.kr.

Helstu atriði í tilkynningu þessari eru unnin upp úr árshlutareikningi félagsins, sem samþykktur var af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 28. ágúst 2018. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins, móðurfélagsreikning félagsins og dótturfélaga þess. Reikningarnir eru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af endurskoðendum félagsins en ekki endurskoðaður. Til nánari upplýsinga er vísað til reikningsins sem er meðfylgjandi tilkynningu þessari.

Helstu niðurstöður fyrri árshelmings 2018

  • Hagnaður á hlut var 0,41 en var 0,34 á sama tímabili í fyrra.
  • EBITDA nam 1.722 m.kr. sem er 3,3% aukning frá fyrri helmingi ársins 2017.
  • EBITDA framlegð var 46,2% miðað við 41,7% á sama tímabili í fyrra.
  • Rekstrarkostnaðarhlutfall var 59,3% samanborið við 59,7% árið áður.
  • Hagnaður tímabilsins var 851 m.kr. og eykst um 16,9% á milli ára.
  • Uppreiknuð arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 21,9% samanborið við 20,5% yfir sama tímabil árið 2017.
  • Meðalgengi dönsku krónunnar var 16,6 íslenskar krónur, sem er 5,5% hækkun frá sama tímabili árið 2017.

 

Lykiltölur

 í m.kr.Q2 2018Q2 2017Var%1H 20181H 2017Var%
Framlegð1.9791.9451,7%3.7253.6053,3%
EBITDA9078763,5%1.7221.50314,6%
EBIT7036872,3%1.3201.12417,4%
Hagnaður435473-7,9%85172816,9%
       
EBITDA45,8%45,0% 46,2%41,7% 
EBIT35,5%35,3% 35,4%31,2% 
Launakostn./framlegð25,2%26,7% 25,7%27,6% 
Sölu og dreif.kostn./framlegð26,5%22,1% 27,5%24,1% 
Rekstrarkostnaður/framlegð56,9%56,3% 59,3%59,7% 
Arðsemi eigin fjár (ársgrundvöllur)   21,9%20,5% 

Horfur fyrir árið 2018

Þann 21. ágúst sl. sendi félagið frá sér breytta afkomuspá. Áður birt afkomuspá fyrir árið 2018 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 2.800-3.000 m.kr. og fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr. Við  vinnslu á uppgjöri annars ársfjórðungs  og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið 2018 kom í ljós að horfur voru á að afkoma ársins í heild yrði betri en áætlanir gerðu  ráð fyrir. Betri afkoma á öðrum ársfjórðungi helgaðist fyrst og fremst af betri afkomu af eldsneytissölu. Meiri sala var á flugeldsneyti og á eldsneyti til erlendra skipa en gert hafði verið ráð fyrir. Þá hefur áætlun félagsins fyrir seinni hluta ársins verið hækkuð í takt við betri horfur.

Félagið áætlar að EBITDA ársins verði á bilinu 3.100 – 3.300 m.kr. og fjárfestingar liggi á bilinu 750 – 850 m.kr.

Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. Bent er á að við umreikning reikningsskila er notast við meðalgengi innan ársins. Áætlanir félagsins miða við meðalgengi  DKK/ISK 16,62.

Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs:

Annar ársfjórðungur hefur verið framar væntingum.  Afkoman af rekstrinum er betri en á sama tíma í fyrra, sama til hvaða rekstrarstoðar er litið; Íslands, Færeyja eða til sölu til alþjóðlegra skipa. Selt magn er meira í öllum olíutegundum að undanskildu flugeldsneyti, miðað við sama tímabil árið áður. Skipulagsbreytingarnar sem farið var í undir lok síðasta árs eru farnar að skila sér. Tekist hefur að halda kostnaði niðri þrátt fyrir aukin umsvif og mikinn kostnaðarþrýsting bæði á Íslandi og í Færeyjum. Aukin skilvirkni í rekstri er mikilvægur þáttur í viðleitni félagsins til þess að bjóða upp á ódýrt eldsneyti til neytenda.

Við höldum áfram að þróa vöruframboð félagsins til að mæta breyttri eftirspurn neytenda. Eftir samþykki  Samkeppniseftirlitsins í Færeyjum var gengið frá kaupum á 70% hlut í Demich p/f, sem býður umhverfisvænar húshitunarlausnir í Færeyjum. Einnig opnaði Orkan tvær vetnisstöðvar nú í júní. Þar með býðst neytendum nú nýr umhverfisvænn valkostur sem hefur aðra eiginleika en þeir kostir sem boðið er upp á í dag.  Forsvarsmenn Keilis lögðu til að mynda nýverið land undir fót og óku 536 km á einum vetnistanki.

Dagana 24.-26. september mun Skeljungur halda Kauphallardaga í Færeyjum. Þar munu stjórnendur fyrirtækisins gefa innsýn í fjölbreyttan núverandi rekstur, framvindu á þeim mörkuðum sem félögin starfa á og fyrirætlanir um að sækja þá vaxtarmöguleika sem sú þróun býður. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Skeljungs, þar sem jafnframt fer fram skráning á viðburðinn. Við hlökkum til að sjá ykkur þar!

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur vegna annars árshlutauppgjörs félagsins verður haldinn á Nordica Hilton Reykjavík, fundarsal I, miðvikudaginn 29. ágúst 2018. Fundurinn hefst kl. 08:30 en boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 08:15. Á fundinum munu Hendrik Egholm, forstjóri, og Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna uppgjörið og helstu þætti úr rekstrinum, auk þess sem spurningum fundargesta verður svarað.

Kynningin er meðfylgjandi, auk þess sem upptaka frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is/um-skeljung/fjarfestar/ að fundinum loknum. Þar má jafnframt finna efni um komandi kauphallardaga Skeljungs í Færeyjum.

 

 

Fjárhagsdagatal 2018

Uppgjör 3F 2018 – 13. nóvember 2018

Uppgjör 4F 2018 – 26. febrúar 2019

Ársuppgjör 2018 – 26. febrúar 2019

Aðalfundur 2019 – 26. mars 2019

Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi


Skeljungur_Investor presentation_2018.30.06.pdf
Skeljungur_Samstureikningur 30.06.2018_Islenska_Final.pdf