Published: 2018-08-02 19:07:07 CEST
Arion banki hf.
Árshlutareikningur - 6 mán.

Afkoma Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2018

Skráning og hlutafjárútboð
Arion banki var skráður á aðalmarkaði Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm þann 15. júní sl., í kjölfar almenns útboðs, þar sem 28,7% hlutur var seldur. Eftirspurn í útboðinu var margföld og tóku fjárfestar frá Íslandi, Skandinavíu, Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum þátt. Þetta er fyrsta skráning íslensks banka á aðalmarkað á Íslandi síðan 2008.

Hagnaður samstæðu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2018 nam 3,1 milljarði króna samanborið við 7,1 milljarð króna á sama tímabili 2017. Arðsemi eigin fjár var 5,9% á öðrum ársfjórðungi samanborið við 13,0% á sama tímabili árið 2017. Hagnaður samstæðunnar á fyrri helmingi ársins 2018 nam 5,0 milljörðum króna og arðsemi var 4,7% samanborið við hagnað 10,5 milljarða króna og arðsemi 9,7% á sama tímabili 2017.

Heildareignir námu 1.174,8 milljörðum króna í lok júní 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hluthafa bankans nam 206,9 milljörðum króna, samanborið við 225,6 milljarða króna í árslok 2017.

Eiginfjárhlutfall bankans var 21,9% í lok júní en var 24,0% í árslok 2017. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 21,8%, samanborið við 23.6% í árslok 2017.

Helstu rekstrar- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna2F 20182F 2017% breyt.1H 20181H 2017% breyt.
Hreinar vaxtatekjur7.613 8.160 (7%)14.521 15.320 (5%)
Hreinar þóknanatekjur4.492 3.508 28% 8.034 6.838 17%
Hreinar fjármunatekjur927 1.975 (53%)2.267 3.205 (29%)
Hreinar tekjur af tryggingum758 606 25% 901 1.053 (14%)
Hlutdeild í afk. hlutdeildarf. og niðurfærsla2  (900)(100%) (16) (934)(98%)
Aðrar rekstrartekjur610 1.811 (66%)879 2.375 (63%)
Rekstrartekjur14.402 15.160 (5%)26.586 27.857 (5%)
Laun og launatengd gjöld (5.011) (4.561)10%  (9.647) (8.783)10%
Annar rekstrarkostnaður (3.964) (1.223)224%  (7.960) (5.057)57%
Rekstrarkostnaður (8.975) (5.784)55%  (17.607) (13.840)27%
Bankaskattur (880) (777)13%  (1.684) (1.574)7%
Hrein virðisbreyting (192)409 (147%) (291)1.289 (123%)
Hagnaður fyrir skatta4.355 3.224 35% 7.004 13.732 (49%)
Tekjuskattur (1.287) (1.895)(32%) (2.105) (3.266)(36%)
Afkoma af aflagðri starfsemi, eftir skatta (6)0 -112 0 -
Hagnaður3.062 1.329 130% 5.011 10.466 (52%)Helstu kennitölur
      
Arðsemi eigin fjár5,9%  13,0%   4,7%  9,7%   
Hagnaður á hlut (í krónum)1,35  3,56   2,35  5,23   
Kostnaðarhlutfall62,3%  38,2%   66,2%  49,7%   

  Helstu efnahags- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna30.06.201831.12.2017Breyt.% breyt.
Lán til viðskiptavina803.694 765.101 38.593 5%
Aðrar eignir371.151 382.653  (11.503)(3%)
Skuldir967.213 922.020 45.193 5%
Eigið fé207.631 225.734  (18.103)(8%)
Útlán sem hlutfall af innlánum168,8%165,5%  
Áhættuvegnar eignir sem % af heildareignum67,8%66,8%  
Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 121,8%23,6%  

Varðandi ítarlegar fjárhagsupplýsingar vísast til árshlutareiknings samstæðu Arion banka fyrir fyrri helming ársins 2018, sem birtur er á heimasíðu bankans, www.arionbanki.is.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka
„Afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi 2018 er í takt við væntingar eftir fremur erfiðan fyrsta ársfjórðung. Góður vöxtur var í hefðbundinni starfsemi bankans og jukust lán til viðskiptavina um 5% á fyrstu sex mánuðum ársins. Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir hækkaði í 2,8% á öðrum fjórðungi úr 2,6% á þeim fyrsta og þóknanatekjur jukust um rúmlega fjórðung og tekjur af tryggingastarfsemi meira en fjórfölduðust borið saman við fyrsta ársfjórðung. Efnahagur bankans er sem fyrr sterkur sem gerir bankann vel í stakk búinn til að þjónusta sína viðskiptavini, jafnt fyrirtæki sem einstaklinga.

Það urðu tímamót þegar Arion banki var skráður á markað þann 15. júní að loknu vel heppnuðu útboði þar sem seldur var 28,7% hlutur í bankanum. Margföld umframeftirspurn var í útboðinu og var góður áhugi hjá alþjóðlegum fjárfestum, en um 70% kaupenda í útboðinu voru alþjóðlegir aðilar. Þann 15. júní var Arion banki samtímis tekinn til viðskipta hjá Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm og var skráning bankans næst stærsta skráningin í Svíþjóð það sem af er ári og sú næst stærsta hér á landi frá upphafi.

Í þessu ferli öllu var ánægjulegt að verða var við áhuga innlendra og erlendra fjárfesta á bankanum og þeirri framtíðarsýn sem við höfum, sem og áhuga þeirra á íslensku efnahagsumhverfi. Vonir okkar standa til þess að góð þátttaka alþjóðlegra fjárfesta muni hafa jákvæð áhrif á fjárfestaumhverfið hér á landi til lengri tíma.

Það er ljóst að eitt af því sem vakti áhuga fjárfesta á bankanum var sterk eiginfjárstaða og möguleikar bankans til að lækka hana í nokkrum skrefum á næstu árum með arðgreiðslum eða endurkaupum á eigin bréfum. Stjórn bankans hefur nú samþykkt að leggja fyrir hluthafafund bankans, sem fram fer í september, að greiða 10 milljarða króna í arð til hluthafa fyrir lok þriðja ársfjórðungs, sem samsvarar 5 krónum á hvern hlut. Einnig höfðu fjárfestar áhuga á stöðu og þróun dótturfélags bankans, Valitor, sem starfar á sviði greiðslumiðlunar hér á landi, í Skandinavíu og í Bretlandi. Hefur bankinn nú fengið alþjóðlega ráðgjafa til liðs við sig til að meta hvernig best sé að haga framtíðareignarhaldi félagsins.

Bankinn kláraði fjögur starfræn verkefni á öðrum fjórðungi. Við teljum að árangur í bankastarfsemi framtíðarinnar muni að verulegu leyti ráðast af því hversu vel bankar ná að innleiða stafrænar lausnir í starfsemi sína. Það var okkur því mikið ánægjuefni að fá verðlaun frá Retail Banker International fyrir stafrænt greiðslumat og íbúðalánaferli.  

Jafnframt er unnið að því að koma Stakksbergi, eignarhaldsfélagi kísilverksmiðjunnar í Helguvík, í söluferli á síðari hluta ársins. Bankinn mun halda áfram að skoða hagræðingu eiginfjár og kanna möguleika á útgáfu á víkjandi skuldabréfum á síðari hluta ársins ef markaðsaðstæður leyfa.“

Fundir með markaðsaðilum
Haldinn verður fundur fyrir markaðsaðila þann 3. ágúst klukkan 10:00 þar sem Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri, mun kynna uppgjörið og ásamt Stefáni Péturssyni, fjármálastjóra Arion banka, svara spurningum þátttakenda. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19, og mun fara fram á íslensku. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.

Þann 3. ágúst verður einnig kynning fyrir markaðsaðila á afkomu bankans á ensku sem fer fram klukkan 13:00. Kynningunni verður streymt beint á financialhearings.com og einnig verður hægt að nálgast streymið á fjárfestatengslavef bankans. Höskuldur H. Ólafsson og Stefán Pétursson munu kynna afkomu bankans og svara spurningum þátttakenda. Þeir sem vilja taka þátt og leggja fram spurningar þurfa að hringja inn áður en kynningin hefst, sjá eftirfarandi símanúmer:

Svíþjóð: +46 856 642 662
Bretland: +44 20 3008 9808
Ísland: 800 7417

Nánari upplýsingar veita Sture Stolen, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is eða Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.

Viðhengi


Arion Bank - Interim Consolidated Financial Statements 30 June 2018.pdf
Afkomutilkynning Arion banka 6M 2018.pdf
Afkomukynning Arion banka 6M 2018.pdf