Icelandic
Birt: 2018-07-19 18:00:00 CEST
Brim hf.
Boðun hluthafafundar

Endanleg dagskrá og tillögur fyrir hluthafafund HB Granda hf. þann 27. júlí 2018

Hluthafafundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 27. júlí 2018 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 15:00. Fundurinn fer fram á íslensku.

Dagskrá

  • Kjör tveggja stjórnarmanna
  • Önnur mál
    • Tillaga Gildis lífeyrissjóðs til ályktunar vegna tilnefningarnefndar.

Framboð til stjórnar

Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm sólarhringum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu HB Granda, Norðurgarði 1 eða á netfangið hluthafafundur@hbgrandi.is. fyrir klukkan 15:00 sunnudaginn 22. júlí 2018.

Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir hluthafafundinn.

Önnur mál

Sjá tillögu Gildis lífeyrissjóðs til ályktunar vegna tilnefningarnefndar í viðhengi.

Aðrar upplýsingar

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé.  Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.

Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta:

a) veitt öðrum skriflegt umboð

b) greitt atkvæði skriflega

Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að.  Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.

Allar nánari upplýsingar um fundinn má finna á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is

Stjórn HB Granda hf.

Viðhengi


Alyktunartillaga Gildis a hluthafafundi HB Grandi 27.7.2018.pdf