English Icelandic
Birt: 2018-06-12 09:00:00 CEST
NASDAQ Iceland hf.
Markaðstilkynningar

Hlutabréf Arion banka hf. tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland

Nasdaq Iceland („Kauphöllin“) hefur samþykkt umsókn Arion banka hf. (kt. 581008-0150) („Arion banki“) um töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Samþykkið er háð því að Kauphöllinni hafi borist fullnægjandi staðfesting á dreifingu hlutafjár.  Fyrsti viðskiptadagur með hluti félagsins verður 15. júní 2018. Þann sama dag verða sænsk heimildarskírteini („SDR’s“)  tekin til viðskipta á Nasdaq Stockholm.

Viðskipti fyrir uppgjör (e. when issued trading / conditional trading)

Áætlað er að uppgjöri hlutabréfaútboðs Arion banka ljúki þann 18. júní 2018. Komi í ljós við uppgjör hlutabréfaútboðsins að skilyrði reglna fyrir útgefendur fjármálagerninga um dreifingu hlutafjár hafi í reynd ekki verið uppfyllt áskilur Kauphöllin sér rétt til þess að draga samþykki sitt fyrir umsókn félagsins um töku hlutabréfa til viðskipta til baka. Til og með 18. júní eru viðskipti með hlutabréf Arion banka skilyrt því að samþykki Kauphallarinnar verði ekki dregið til baka, sbr. umfjöllun um skilyrt viðskipti (e. conditional trading) í lýsingu Arion banka. 

Verður þetta í fyrsta sinn sem þetta fyrirkomulag er viðhaft við töku hlutabréfa til viðskipta á Íslandi, en þetta fyrirkomulag er algengt innan annarra kauphalla Nasdaq Nordic.

Frá töku hlutabréfanna til viðskipta og til og með 18. júní 2018 verða bréf félagsins merkt í viðskiptakerfi Kauphallarinnar með kóðanum WI („When Issued“) til þess að vekja athygli á þessari stöðu. Frekari upplýsingar um útboðið má finna í kafla E.3 í samantekt lýsingar Arion banka.

 

Nafn félags Arion banki hf.  
Auðkenni ARION  
Fyrsti viðskiptadagur 15. júní 2018  
Fjöldi hluta 2.000.000.000  
ISIN kóði IS0000028157  
Orderbook ID 156438  
Viðskiptalota 1 hlutur  
Kvikur sveifluvörður 5%  
Stærðarflokkun Large Cap  
Markaður OMX ICE Equities / 23  
Verðskrefatafla XICE Equities, ISK      
MIC XICE  
     
ICB atvinnugreinaflokkun    
     
Atvinnugrein 8000 Fjármálaþjónusta
Yfirgeiri 8300 Bankar