Published: 2018-06-06 18:05:38 CEST
Hagar hf.
Niðurstöður hluthafafundar

Hagar hf. – Niðurstöður aðalfundar 6.júní 2018

                 Meðfylgjandi má sjá niðurstöður aðalfundar Haga hf. sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica þann 6. júní 2018. Fundurinn hófst kl. 09:00. Tillögur fundarins voru samþykktar svohljóðandi:

1)     Ársreikningur (dagskrárliður 2)

        Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, var lagður fram og samþykktur samhljóða.

2)     Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 3)

        Tillaga stjórnar Haga hf. um greiðslu arðs sem nemur 1,024 krónu á hlut var samþykkt samhljóða. Arðsréttindadagur verður 8. júní 2018, arðleysisdagur 7. júní 2018 og útborgunardagur 27. júní 2018.

3)     Breyting á samþykktum (dagskrárliður 4)
        Breytingar á samþykktum félagsins voru samþykktar samhljóða.

a) Samþykkt var að heimila stjórninni að hækka hlutafé félagsins um kr. 41.831.651 að nafnvirði með eftirfarandi viðbót við gr. 2.1 í samþykktum félagsins:

 „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um kr. 41.831.651 að nafnvirði. Forgangsréttur hluthafa skv. gr. 2.3 í samþykktum félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórnin skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni til  greiðslu fyrir hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. í samræmi við kaupsamning þar að lútandi á genginu 47,5 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Hlutafé félagsins eftir hækkun verður kr. 1.213.333.841. Framangreind heimild stjórnar Haga hf. rennur út á aðalfundi félagsins árið 2019 sem áætlaður er þann 7. júní. Heimild þessi skal felld úr samþykktum þegar hún hefur verið nýtt.“

b) Samþykkt var samhljóða grein 3.18 um að dagskrá aðalfundar verði breytt þannig að við dagskrá fundarins bætist við kosning tilnefningarnefndar.

c) Samþykkt var samhljóða grein 4.11 um að verkaskiptingu stjórnar verði breytt, til samræmis við starfsreglur stjórnar, að stjórn kjósi sér varaformann.

4)    Þóknun til stjórnarmanna (dagskrárliður 5)

Tillaga stjórnar Haga hf. um að stjórnarlaun hækki um 10%, þ.e. stjórnarformaður fær greitt kr. 660.000,- á mánuði, varaformaður 495.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 330.000,- á mánuði og að laun í undirnefndum stjórnar verði kr.   90.000,- á mánuði og að laun formanns verði tvöföld upphæð var samþykkt af meirihluta, 2 hluthafar greiddu mótatkvæði.

5)    Starfskjarastefna (dagskrárliður 6)

Fyrir fundinum lá tillaga að starfskjarastefnu félagsins, en hún var óbreytt frá áður samþykktri starfskjarastefnu. Lífeyrissjóðurinn Gildi lagði fram meðfylgjandi bókun. Starfskjarastefnan var samþykkt á fundinum.     Lífeyrissjóðurinn Gildi, Birta lífeyrissjóður, LSR deildir, A, B, og S og Brú lífeyrissjóður sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

6)    Kosning í tilnefningarnefnd (dagskrárliður 7)

Samþykkt var samhljóma tillaga stjórnar Haga að þrír eftirtaldir fulltrúar verðir kjörnir í tilnefningarnefnd félagsins.

  • Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala
  • Björg Sigurðardóttir, löggiltur endurskoðandi
  • Símon Á. Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi

7)    Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda (dagskrárliður 8)

 Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Davíð Harðarson, kt:171076-4129                            (605.790.648 atkvæði)

Erna Gísladóttir, kt. 050568-2969                             (711.720.118 atkvæði)

Kristín Friðgeirsdóttir, kt. 090871-5369                     (704.974.984 atkvæði)

Sigurður Arnar Sigurðsson, kt. 090164-2529             (679.212.154 atkvæði)

Stefán Árni Auðólfsson, kt. 210772-4729                  (704.918.999 atkvæði)

Samþykkt var samhljóða að endurskoðunarskrifstofan PricewaterhouseCoopers ehf., kt. 690681-0139, verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

8)    Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum (dagskrárliður 9)

Fyrir aðalfundi lá tillaga frá stjórn Haga hf. um að félaginu verði heimilt að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að  setja upp formlega endurkaupaáætlun, skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli sömu ákvæða. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Viðhengi


Samþykktir Haga 06-06-2018.pdf
Kynning á aðalfundi.pdf
Niðurstöður aðalfundar 060618.pdf
Bókun 06.06.18 Gildi.pdf
Starfskjarastefna Haga júní 2018_samþykkt á aðalfundi.pdf