English Icelandic
Birt: 2018-05-02 19:37:23 CEST
Arion banki hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Afkoma Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018

Fyrstu skrefin í lækkun eigin fjár

Hagnaður samstæðu Arion banka á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018 nam 1,9 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2017. Arðsemi eigin fjár var 3,6% samanborið við 6,3% fyrir sama tímabil árið 2017.

Heildareignir námu 1.131,8 milljörðum króna í lok mars 2018 samanborið við 1.147,8 milljarða króna í árslok 2017 og eigið fé hluthafa bankans nam 204,1 milljörðum króna, samanborið við 225,6 milljarða króna í árslok 2017. Efnahagur Arion banka er sterkur og á tímabilinu hóf bankinn þá vegferð að lækka eigið fé sitt með kaupum á 9,5% af eigin hlutafé og arðgreiðslu, samtals um 24,3 milljarðar króna.

Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6% í lok mars en var 24,0% í árslok 2017. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 nam 23,6% og var óbreytt frá árslokum 2017.

Helstu rekstrar- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna1F 20181F 2017BreytingBreyt. %
Hreinar vaxtatekjur6.908 7.161  (253)(4%)
Hreinar þóknanatekjur3.542 3.329 213 6% 
Hreinar fjármunatekjur1.340 1.231 109 9% 
Hreinar tekjur af tryggingum143 447  (304)(68%)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga og niðurfærsla (18) (34)16 (47%)
Aðrar rekstrartekjur269 564  (295)(52%)
Rekstrartekjur12.184 12.697  (514)(4%)
Laun og launatengd gjöld (4.636) (4.222) (414)10% 
Annar rekstrarkostnaður (3.996) (3.834) (162)4% 
Bankaskattur (804) (797) (7)1% 
Hrein virðisbreyting (99)880  (979)(111%)
Hagnaður fyrir skatta2.649 4.724  (2.075)(44%)
Tekjuskattur (818) (1.371)553 (40%)
Afkoma af aflagðri starfsemi, eftir skatta118 0 118 -
Hagnaður1.949 3.353  (1.404)(42%)
     
Helstu kennitölur
Arðsemi eigin fjár3,6%6,3%-2,7% 
Hagnaður á hlut (í krónum)0,97  1,68  -41,8% 
Vaxtamunur á vaxtaberandi eignir2,6%2,8%-0,2% 
Kostnaðarhlutfall70,8%63,5%7,4% 

Helstu efnahags- og kennitölur bankans eru eftirfarandi:

Í milljónum króna31.03.201831.12.2017Breyt.Breyt.%
Lán til viðskiptavina782.255 765.101 17.154 2%
Aðrar eignir349.513 382.653  (33.140)(9%)
Skuldir927.524 922.020 5.504 1%
Eigið fé204.245 225.734  (21.489)(10%)
Útlán sem hlutfall af innlánum172,7%165,5%  
Áhættuvegnar eignir sem hlutfall af heildareignum68,8%66,8%  
Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 123,6%23,6%  

Varðandi ítarlegar fjárhagsupplýsingar vísast til árshlutareiknings samstæðu Arion banka fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2018, sem birtur er á heimasíðu bankans, www.arionbanki.is.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:
„Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2018 er aðeins undir væntingum. Þóknanatekjur og fjármunatekjur þróast með jákvæðum hætti en vaxtamunur hefur lækkað, m.a. vegna sterkrar lausafjárstöðu bankans og mikillar samkeppni á lánamarkaði sem hefur þrýst á vaxtakjör. Þá var samdráttur í tryggingatekjum hjá Verði, sem skýrist einkum af ökutækjatjónum í vetur. Tekjur dótturfélagsins Valitor halda áfram að vaxa með áframhaldandi sókn á erlenda markaði en þeirri sókn fylgir jafnframt umtalsverður kostnaður og eru áhrif Valitor á afkomuna neikvæð. Áfram verður lögð áhersla á vöxt Valitor erlendis. Það eru spennandi tækifæri á þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á og frekari vöxtur getur haft veruleg áhrif á hugsanlegt markaðsvirði félagsins á komandi misserum. Góður vöxtur var í útlánasafni bankans og gæði lánasafnsins áfram góð. Fjárhagslegur styrkur bankans er áfram góður eins og eiginfjárhlutfall upp á 23,6% ber með sér.

Arion banki hefur markað sér nokkra sérstöðu á íslenskum fjármálamarkaði með því að kynna til leiks fjölbreyttar og spennandi stafrænar nýjungar á sviði fjármálaþjónustu. Markmið okkar er að gera þjónustu okkar eins einfalda og þægilega fyrir okkar viðskiptavini og við frekast getum. Við kynntum á fyrsta ársfjórðungi m.a. ný stafræn lánaferli fyrir skammtímalán og bílalán. Einnig þægilegar leiðir til að dreifa greiðslum á kreditkort og stofna sparnaðarreikninga. Við sjáum að með þægilegri bankaþjónustu eykst ánægja okkar viðskiptavina á sama tíma og við uppskerum aukna skilvirkni í okkar starfsemi. Nú er það svo að 96% snertinga okkar við viðskiptavini fara fram í gegnum stafrænar leiðir. Það sýnir vel hve mikið fjármálaþjónusta er að breytast og höfum við því boðað breytingar á útibúaneti okkar sem endurspegla það. Markmiðið með breytingunum er annars vegar að efla okkar kjarnaútibú þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta sótt alla hefðbundna fjármálaþjónustu og hins vegar að þróa minni útibúin í takt við útibúið okkar í Kringlunni þar sem höfuðáhersla er á stafrænar lausnir.

Á undanförnum árum hefur Arion banki safnað miklu eigin fé umfram lögbundin viðmið og kröfur eftirlitsaðila og í marsmánuði var fyrsta skrefið tekið til að draga úr því þegar bankinn keypti 9,5% af eigin hlutabréfum og greiddi hluthöfum arð. Áfram er til staðar umtalsvert eigið fé umfram kröfur og ljóst að bankinn er vel í stakk búinn að greiða út frekari arð.

Breytingar urðu á eigendahópi bankans á tímabilinu þegar íslenska ríkið sem átt hefur 13% hlut í bankanum frá árinu 2010 fór úr hluthafahópnum. Jafnframt komu íslenskir fjárfestingarsjóðir inn í hluthafahópinn þegar 24 starfandi verðbréfasjóðir keyptu samtals um 2,5% í bankanum. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að frekari breytingum á eignarhaldi bankans og Kaupthing kannað ýmsa kosti varðandi sölu hlutabréfa í bankanum. Sú vinna heldur áfram og eins og komið hefur fram er í skoðun að skrá bankann á markað bæði hérlendis sem og erlendis.“

Fundur með markaðsaðilum
Arion banki mun halda símafund á ensku fyrir markaðsaðila, fimmtudaginn 3. maí, klukkan 13:00. Á fundinum mun Stefán Pétursson, fjármálastjóri Arion banka, fara yfir helstu atriði í uppgjöri bankans. Áhugasamir geta sent tölvupóst á ir@arionbanki.is og fá í kjölfarið sendar nánari upplýsingar varðandi þátttöku á símafundinum.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, samskiptasviði Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.



Viðhengi


Afkomutilkynning Arion banka 3M 2018.pdf
Arion Bank - Interim Consolidated Financial Statements 31 March 2018.pdf
Arion Bank Investor Presentation 3M 2018.pdf