Published: 2018-04-18 18:42:36 CEST

Almenna leigufélagið ehf.: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 18. apríl 2018

Almenna leigufélagið ehf. lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum AL260148 sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 30 ára, með jöfnum greiðslum á föstum 3,50% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Boðin voru til sölu skuldabréf fyrir allt að 3.000 milljónir króna á fastri ákvöxtunarkröfu 3,60%. Alls bárust 5 tilboð í skuldabréfaflokkinn að nafnvirði 620 milljónir króna og var þeim öllum tekið.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins AL260148 að sölu lokinni verður 6.660 milljónir króna að nafnvirði.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til fjármögnunar nýrrar fjárfestingar.

Gjalddagi og afhending skuldabréfanna er fyrirhuguð fimmtudaginn 3. maí 2018 og sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann sama dag.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is