Icelandic
Birt: 2018-04-16 14:03:10 CEST
Alma íbúðafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Almenna leigufelagid ehf.: Útboð á skuldabréfum 18. apríl 2018

Almenna leigufélagið ehf. efnir til útboðs á skuldabréfum miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum AL260148 fyrir allt að 3.000 milljónir króna að nafnvirði.

Skuldabréfaflokkurinn er gefinn út undir útgáfuramma félagsins og er hann verðtryggður, til 30 ára, með jöfnum greiðslum og föstum 3,50% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi. Áður hafa verið gefin út skuldabréf í AL260148 að nafnvirði 6.040.000.000 kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Landsbankinn hf. og Kvika hf. sjá um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréfunum.

Skuldabréfin verða seld á fastri ávöxtunarkröfu, 3,60%. Greiðslu- og uppgjörsdagur er fimmtudaginn 3. maí 2018.

Almenna leigufélagið áskilur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.

Tilgangur útgáfunnar er eftir atvikum endurfjármögnun á hluta núverandi skulda og fjármögnun nýrra fjárfestinga, sjá meðfylgjandi fréttatilkynningu.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 18. apríl 2018 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr., 1. tl. a og b, 50. greinar laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsingu hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu framangreinds skuldabréfaflokks eru birt á vefsíðu félagsins, www.al.is/#!/investors/bond-issuance

Tilkynningar sem Almenna leigufélagið ehf. hefur birt í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is

Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 og í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: verdbrefamidlun@landsbankinn.is


Frettatilkynning Reykjavik Apartments.pdf