Published: 2018-02-14 10:09:47 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Tilkynning um sölu hluta í Arion banka

Arion banki hf. (“Arion banki”) og Kaupþing ehf. (“Kaupþing”) tilkynna í dag um sölu á hlutum í Arion banka gegnum dótturfélag Kaupþings Kaupskil ehf.

Kaupendur eru fjöldi sjóða í rekstri fjögurra innlendra sjóðastýringarfyrirtækja ásamt tveimur af erlendu hluthöfum bankans, Trinity Investments (Attestor Capital LLP) og Goldman Sachs.

Heildarstærð viðskiptanna er 5,34% af útgefnu hlutafé Arion banka. Innlendu sjóðirnir kaupa 2,54% og erlendu hluthafarnir 2,8%.

Paul Copley, forstjóri Kaupþings:

„Við fögnum þessum áfanga á sölu á ríflega 5% hlut í Arion banka, sem er liður í áframhaldandi viðleitni okkar að innleysa eignasafn félagsins.

Með þessum viðskiptum koma innlendir sjóðir í eigu fjölmargra Íslendinga inn í hlutahafahóp Arion banka. Ég hlakka til að vinna með þessum aðilum þegar við höldum áfram að selja hlut okkar í Arion banka.“

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:

„Það er jákvætt að hluthafahópur Arion banka þróist, verði breiðari og að innlendir aðilar komi inn í hluthafahópinn. Tveir af núverandi hluthöfum árétta trú sína á bankanum með því að bæta við sína hlutabréfaeign. Þessi fjárfesting sýnir trú á því starfi sem fram hefur farið innan bankans og þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. Fjárhagsleg staða bankans er sterk og hann nýtur góðrar stöðu á þeim mörkuðum sem hann starfar.“

Ráðgjafar

Ráðgjafar Kaupþings í viðskiptunum voru Kvika banki, Logos og White & Case.
 

Nánari upplýsingar veita:

Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, s: 856 7108, haraldur.eidsson@arionbanki.is.

Davíð Stefánsson, forstöðumaður fjárstýringar Kaupþings ehf., s: 444 7112, david.stefansson@kaupthing.com.