Icelandic
Birt: 2017-11-03 10:29:27 CET
Síminn hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Síminn: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun er nú lokið

Í 44. viku 2017 keypti Síminn hf. 8.536.879 eigin hluti að kaupverði 32.879.319 kr. samkvæmt sundurliðun hér á eftir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð (kr.) Eigin hlutir eftir viðskipti
1.11.2017 10:12 1.233.463 3,86 4.761.167 189.480.963
1.11.2017 15:17 3.233.463 3,85 12.448.833 192.714.426
2.11.2017 13:48 4.069.953 3,85 15.669.319 196.784.379
    8.536.879   32.879.319  

Síminn átti 188.247.500 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 196.784.379 eigin hluti eða sem nemur 2,08% af útgefnum hlutum í félaginu.

Síminn hefur keypt samtals 274.541.535 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 2,91% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 1.101.999.997 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni gátu að hámarki numið 1.102.000.000 kr. og er endurkaupum samkvæmt áætluninni nú lokið.

Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í  Kauphöll Íslands hf. þann 15. maí 2017.  Áætlunin var í gildi fram að aðalfundi félagsins en þó aldrei lengur en til 16. mars 2018 eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup yrðu uppfyllt fyrr.

Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Nína Benediktsdóttir fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is