Icelandic
Birt: 2017-11-02 12:48:51 CET
Síminn hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Síminn: Leiðrétting á frétt birt 29. sept. 2017 kl. 18:28:39 CEST

Leiðrétting á tilkynningu um reglubundin kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Komið hefur í ljós að í ofangreindri reglubundinni tilkynningu um kaup Símans á eigin bréfum í viku 39 vantaði ein viðskipti sem fram fóru 28. september sl.

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð
28.9.2017 15:07 5.000.000 3,7 18.500.000

Þetta leiddi til þess að uppgefinn fjöldi eigin hluta að loknum viðskiptum, hlutfall af útgefnum hlutum, heildarfjöldi keyptra hluta samkvæmt endurkaupaáætlun og heildarkaupverð keyptra hluta samkvæmt endurkaupaáætlun voru ekki rétt samkvæmt tilkynningunni. Sama á við um þær tilkynningar um endurkaup á eigin bréfum sem birtust: 9.10.2017 kl. 11:18:02, 16.10.2017 kl. 11:21:41, 23.10.2017 kl. 11:04:23 og 30.10.2017 kl. 10:20:44.  Allar tímasetningar eru á CEST.

Leiðréttingin hefur einnig áhrif á tilkynningu sem birt var 29.9.2017 kl. 20:02:03 (CEST) um viðskipti með eigin bréf vegna kaupréttar starfsmanna og vegna samruna Símans hf. og On-Waves ehf. Þar er fjöldi eigin hluta fyrir viðskiptin sem og fjöldi eigin hluta eftir viðskiptin rangur sem þessum viðskiptum nemur. Réttar fjárhæðir eru að Síminn átti 213.724.729 eigin hluti fyrir viðskiptin og 135.967.573 hluti eftir viðskiptin.

Réttar fjárhæðir eigin hluta samkvæmt tilkynningu sem birt var 30.10.2017 kl. 10:20:44 (CEST) vegna endurkaupa í viku 43 eru því eftirfarandi:

Síminn átti 173.354.722 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 188.247.500 eigin hluti eða sem nemur 1,99% af útgefnum hlutum í félaginu. Síminn hefur keypt samtals 266.004.656 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 2,82% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 1.069.120.678 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 1.102 milljónum króna. Áætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins árið 2018, en þó aldrei lengur en til 16. mars 2018 eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þá dagsetningu.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Nína Benediktsdóttir fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is