Icelandic
Birt: 2017-10-25 17:30:00 CEST
Vátryggingafélag Íslands hf.
Reikningsskil

Uppgjör 3. ársfjórðungs 2017

Helstu niðurstöður fyrstu níu mánuða ársins 2017

·         Hagnaður tímabilsins nam 829 m.kr. samanborið við 592 m.kr. á sama tímabil árið 2016.

·         Bókfærð iðgjöld jukust um 14,9% frá sama tíma í fyrra.

·         Kostnaðarhlutfall var 21,0% en var 21,4% á sama tíma í fyrra.

·         Samsett hlutfall var 95,1% en var 102,1% á sama tímabili í fyrra.

·         Tap af fjárfestingastarfsemi nam 499 m.kr. samanborið við 420 m.kr. tap á sama tíma 2016.

·         Hagnaður á hlut nam 0,37 krónum samanborið við 0,26 krónur fyrir sama tímabil 2016.

·         Gjaldþolshlutfall félagins í lok tímabilsins var 1,49 samanborið við 1,83 á sama tímabili 2016

Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2017

·         Tap tímabilsins nam 278 m.kr. samanborið við 354 m.kr. hagnað á sama tímabili árið 2016.

·         Gjaldfærður kostnaður vegna skipulagsbreytinga er 112 m.kr.

·         Kostnaðarhlutfall var 21,2% en var 20,4% á sama tíma í fyrra.

·         Samsett hlutfall var 94,6% samanborið við 97,2% á sama tímabil árið 2016.

Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2017 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 25.október 2017. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Helgi Bjarnason forstjóri VÍS

Þriðji ársfjórðungur er kaflaskiptur hjá okkur. Við erum annars vegar að sjá áframhald á jákvæðri þróun í afkomu af vátryggingarekstri og samsett hlutfall upp á 95,1% það sem af er ári. Afkoman af fjárfestingastarfseminni er hins vegar óviðunandi, sem skýrist aðallega af óhagstæðri þróun á hlutabréfamarkaði. Nýlega réðumst við í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að leiðarljósi að einfalda okkar rekstur og gera okkur enn betur í stakk búin til að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Við sjáum mikil tækifæri í stafrænum lausnum og endurspegla breytingar í skipuriti m.a. þær áherslur.

Horfur

Gert er ráð fyrir áframhaldandi iðgjaldavexti á árinu 2017 og áætlanir okkar um samsett hlutfall eru óbreyttar á bilinu 95-98%.

Kynningarfundur

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa verður haldinn hjá VÍS í Ármúla 3, þann 26. október n.k. kl. 8:30. Þar mun Helgi Bjarnason forstjóri kynna afkomu félagsins og svara spurningum. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef VÍS (vis.is/vis/fjarfestar/fjarfestafundur). Þar verður einnig hægt að nálgast kynningarefni og upptöku að fundi loknum.

Hluthafar og fjárfestar eru hvattir til að mæta á fundinn til að kynna sér uppgjörið, eða hafa samband við samskiptastjóra félagsins vilji þeir óska eftir fundi til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105 og í netfangi fjarfestatengsl@vis.is.


Arshlutareikningur samstu VIS 30.9.17.pdf
Frettatilkynning_Q3.pdf