Published: 2017-10-18 17:09:38 CEST

Eik fasteignafélag hf.: Uppgreiðsla á EIK 12 01

Félagið vísar til fyrri tilkynninga um útgáfu nýs skuldabréfaflokks EIK 161047 samhliða uppgreiðslu á EIK 12 01 en sá flokkur bar 4,3% verðtryggða vexti. Góð eftirspurn var eftir EIK 161047 en félagið seldi 9,9 milljarða að nafnvirði í flokknum á ávöxtunarkröfunni 3,6%: Andvirði sölunnar ásamt annarri fjármögnun var nýtt til uppgreiðslu á EIK 12 01. Skuldabréfaflokkurinn EIK 12 01 hefur nú verið greiddur upp.