Icelandic
Birt: 2017-10-02 18:45:26 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða skuldabréfaútboðs Regins hf.

Reginn hf. lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum REGINN290547 sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 30 ára, með jöfnum afborgunum og föstum 3,50% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingafyrirkomulagi.

Boðin voru til sölu skuldabréf fyrir allt að 1.440 milljónir króna á fastri ávöxtunarkröfu, 3,50%. Alls bárust fjögur tilboð í skuldabréfaflokkinn að nafnverði 880 milljónir króna og var tekið tilboðum að nafnverði 880 milljónir króna.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins REGINN290547 að sölu lokinni verður 7.940 milljónir króna að nafnverði.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til endurfjármögnunar á óhagstæðari fjármögnun félagsins.

Gjalddagi og afhending skuldabréfanna er þriðjudaginn 10. október 2017 og sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann sama dag.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

 

Nánari upplýsingar veita:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins – helgi@reginn.is – s: 512 8900 / 899 6262

Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri Regins – johann@reginn.is – s: 528 8005 / 859 9800

Árni Maríasson – Forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans – s: 410 7335 / 863 9998