Icelandic
Birt: 2017-09-07 17:31:42 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Skeljungur: Hendrik Egholm ráðinn nýr forstjóri Skeljungs hf. frá og með 1. október nk.

Stjórn Skeljungs hf. hefur ráðið Hendrik Egholm nýjan forstjóra félagsins.

Hendrik Egholm hefur verið framkvæmdastjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, síðastliðin 10 ár og leitt þar hvert metárið í rekstri á fætur öðru. Áður var Hendrik sölu- og markaðsstjóri hjá P/F Smyril Line til þriggja ára og jafnframt hefur hann unnið hjá Velux, við alþjóðasölu. Hendrik er með meistaragráðu í alþjóðlegri markaðssetningu og stjórnun frá Copenhagen Business School. Hann hefur jafnframt sótt fjölbreytta viðbótarmenntun hjá London School of Economics and Political Science, Oxford Said Business School, IMD og London Business School.

Gert er ráð fyrir að Hendrik hefji störf hjá Skeljungi þann 1. október nk. Valgeir M. Baldursson mun starfa sem forstjóri Skeljungs fram að þeim tíma og í framhaldinu vera stjórn og nýjum forstjóra innan handar. 

Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs:

Ég hef í starfi mínu sem forstjóri Magn haft góð kynni af rekstri Skeljungs. Ég hlakka til að vinna á breiðari grundvelli með þeim frábæra hópi starfsfólks sem Skeljungur og Magn hafa á að skipa og byggja ofan á þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri samstæðunnar. Miklir möguleikar til frekari sóknar og verðmætasköpunar eru fyrir hendi á þeim mörkuðum sem samstæðan starfar og spennandi tímar framundan fyrir félagið.

Jón Diðrik Jónsson, stjórnarformaður Skeljungs:

Við teljum það afar góðar fréttir fyrir Skeljung og alla haghafa þess að fá Hendrik til að leiða félagið í gegnum þær breytingar sem framundan eru. Hann hefur sýnt það og sannað í störfum sínum hjá Magn hversu öflugur og framsýnn stjórnandi hann er. Stjórn Skeljungs hlakkar til samstarfsins.

Nánari upplýsingar veitir Ingunn Agnes Kro, regluvörður, s: 840-3022, iak@skeljungur.is.