Icelandic
Birt: 2017-05-18 20:32:02 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Niðurstaða skuldabréfaútboðs Regins hf.

Reginn hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki skuldabréfa, þeim fyrsta sem gefinn er út undir nýjum útgáfuramma félagsins.

Boðin voru til sölu skuldabréf fyrir allt að 8 ma.kr. í nýjum flokki skuldabréfa. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður til 30 ára með jöfnum afborgunum og föstum 3,50% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingafyrirkomulagi.

Alls bárust 30 tilboð í skuldabréfaflokkinn að nafnverði 7.360 m.kr. á ávöxtunarkröfu á bilinu 3,40% - 3,85%. Tilboðum að fjárhæð 7.060 m.kr. var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 3,70% og eru öll samþykkt tilboð seld fjárfestum miðað við þá ávöxtunarkröfu.

Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til endurfjármögnunar á óhagstæðari fjármögnun félagsins.

Gjalddagi og afhending skuldabréfanna er 29. maí 2017 og sótt verður um að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann sama dag. Nasdaq Iceland mun tilkynna um töku skuldabréfanna til viðskipta með a.m.k. eins viðskiptadags fyrirvara.

Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.

 

Nánari upplýsingar veita:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins – helgi@reginn.is – s: 512 8900 / 899 6262

Árni Maríasson – Forstöðumaður Markaðsviðskipta Landsbankans – reginn.utbod@landsbankinn.is - s: 410 7335 / 863 9998