Icelandic
Birt: 2017-05-16 11:01:22 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf. - Útboð á skuldabréfum 18. maí 2017

Reginn hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 18. maí 2017. Boðin verða til sölu skuldabréf fyrir allt að 8 ma.kr. í nýjum skuldabréfaflokki, þeim fyrsta sem gefinn er út undir nýjum útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 30 ára, með jöfnum afborgunum og föstum 3,50% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Unnið er að gerð samninga um viðskiptavakt með skuldabréfaflokkinn.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum til Markaðsviðskipta Landsbankans fyrir klukkan 16:00 fimmtudaginn 18. maí á netfangið reginn.utbod@landsbankinn.is

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð verða seld fjárfestum miðað við hæstu ávöxtunarkröfu sem tekin er. Félagið áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og úthlutun til fjárfesta þegar niðurstaða liggur fyrir og eigi síðar en fyrir opnun markaða föstudaginn 19. maí.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar sbr. d-lið, 1. tl. 1. mgr. 50. greinar laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsingu hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsinguna, viðauka við grunnlýsinguna og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu þeirra má nálgast á vefsíðu útgefanda www.reginn.is/fjarfestavefur/skuldabrefautbod

Þann 2. maí sl. birti Reginn fjárfestakynningu í tengslum við fundi með fjárfestum þar sem útgáfuramminn og fyrirhugað skuldabréfaútboð var kynnt. Kynningin hefur verið uppfærð m.t.t. breytinga sem átt hafa sér stað frá birtingu hennar og er uppfærð kynning í viðauka með tilkynningu þessari.

 

Nánari upplýsingar veita:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins – helgi@reginn.is – s: 512 8900 / 899 6262

Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri Regins – johann@reginn.is – s: 528 8005 / 859 9800

Árni Maríasson s: 410 7335 / 863 9998 / Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 og í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: reginn.utbod@landsbankinn.is


Reginn - Fjarfestakynning.pdf