Icelandic
Birt: 2017-04-28 16:37:11 CEST
Síminn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Síminn hf. - Héraðsdómur dæmir Símanum í vil

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Símanum í vil í staðfestingarmáli Símans hf. gegn Fjarskiptum hf., sbr. mál nr. E-53/2016 vegna lögbanns sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu lagði á 16. desember 2015. Lögbannið var sett vegna upptöku Fjarskipta hf.  á sjónvarpsefni sjónvarpsstöðvanna Sjónvarps Símans (áður SkjárEinn) og Sjónvarps Símans HD (áður SkjárEinn HD) og ólínulega miðlun myndefnis.

Ofangreint mál er eitt af þeim sem félagið stendur í málarekstri vegna, eins og fram kemur í skýringu 17 með samstæðuárshlutareikningi Símans hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2017.

Héraðsdómur samþykkti kröfu Símans hf. og staðfesti lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Héraðsdómur taldi að aðgerðir Fjarskipta hf. væru ólögmætar og hefðu brotið gegn hagsmunum Símans hf. með því að taka upp og miðla sjónvarpsefni Símans hf., þrátt fyrir að Síminn hf. hefði óskað eftir því að Fjarskipti hf. léti af umræddri háttsemi. 

Síminn hf. fagnar niðurstöðunni. 

 

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans, s. 550-6003 (orri@siminn.is)