Icelandic
Birt: 2017-04-21 10:29:00 CEST
Festi hf.
Innherjaupplýsingar

N1 hf: Upplýsingar í aðdraganda árshlutauppgjörs 1F 2017

Samkvæmt drögum að uppgjöri 1. ársfjórðungs 2017 hjá N1 hf. er EBITDA um 520 m.kr. samanborið við 374 m.kr. á sama fjórðungi 2016. Umferð á þjóðvegum landsins jókst um 14,1% á milli fyrsta ársfjórðungs 2016 og 2017 og skilaði það sér í aukinni sölu á bifreiðaeldsneyti sem jókst um 8,7% í magni á milli tímabila. Jafnframt var þróun á olíuverði félaginu hagstæð á fjórðungnum auk þess sem að önnur vörusala skilaði afkomu umfram áætlanir.

Í ljósi afkomu 1. ársfjórðungs hefur EBITDA spá félagsins verið hækkuð um 100 m.kr. eða í 3.500 - 3.600 m.kr. Það skal þó áréttað að rekstur N1 er sveiflukenndur og árstíðabundinn en stærsti hluti EBITDA fellur til á 2 og 3. ársfjórðungi hvers árs. 

Árshlutareikningur 1. ársfjórðungs 2017 verður birtur 26. apríl næstkomandi og verður kynningarfundur fyrir markaðsaðila og hluthafa haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2017 í höfuðstöðvum N1 að Dalvegi 10 - 14 í Kópavogi 3. hæð kl. 8:30.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Kristófersson, forstjóri, (eggert@n1.is)